Hörpuskel með mangó chorizo salsa á grilluðu brauði

Hörpuskel með mangó chorizo salsa á grilluðu brauði.
Hörpuskel með mangó chorizo salsa á grilluðu brauði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hin æsispennandi áskorendakeppni Fimm eða færri heldur áfram en í henni keppast færustu matreiðslumenn landsins við að reiða fram rétti sem innihalda fimm innihaldsefni eða færri. Undanþága hefur verið veitt á kryddi og þetta er svo sem ekki háheilagt. Markmiðið er hins vegar að fá hina miklu meistara til að galdra fram mat sem hinn almenni hversdagskokkur ræður við.

Að þessu sinni er það Andri Björn Jónsson, yfirkokkur á Tryggvaskála á Selfossi, sem tók áskoruninni. Andri stendur fyllilega undir væntingum eins og við var að búast og býður hér upp á hörpuskel með mango chorizo salsa á grilluðu brauði. Þetta er réttur sem ruglar skemmtilega í bragðlaukunum. Hreinasta afbragð og við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að prófa þessa dýrindis uppskrift.

Hörpuskel með mangó chorizo salsa á grilluðu brauði

Mangó salsa

Uppskrift fyrir tvo

  • 1 stk mangó
  • 100 gr chorizo
  • 1 stk skalottlaukur
  • 1 stk lime (safi og börkur)
  • 1 stk rauður chilli
  • salt

Mangóíð er skrælt og síðan skorið í þunna strimla á lengdina, skalott-laukurinn og chilli saxað fínt, chorizo pylsan tekin í littla teninga og lime rifið yfir. Smakkað til með salti og lime-safanum.

Hörpuskel

  • salt
  • sykur
  • lime (börkur)

Hörpuskelin látin liggja í salti, sykri og lime-berki í 10 mínútur.

Grillað brauð

Brauð skorið í ca. 2 cm sneið, svo er það næst grillað vel á báðum hliðum og ristað svo í ofni.

Andri Björn Jónsson, yfirkokkur á Tryggvaskála á Selfossi, sem tók …
Andri Björn Jónsson, yfirkokkur á Tryggvaskála á Selfossi, sem tók áskoruninni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert