Bollur með heslihnetusmjörsrjóma að hætti Berglindar

Virkilega girnilegar og góðar bollur - lausar við sultu!!
Virkilega girnilegar og góðar bollur - lausar við sultu!! mbl.is/gotter.is

Berglind Hreiðarsdóttir, gourmet-grallari hjá Gotteri.is, tekur bolludaginn alla leið og bakaði tugi af bollum í síðustu viku til að finna bestu útgáfuna og þessi steinliggur svo sannarlega. 

Vatnsdeigsbollur

125 g smjör 
230 ml vatn
150 g hveiti
½ tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
2 egg
Hitið ofninn 185°C.

Bræðið smjörið í potti og hellið vatninu þá saman við, hitið að suðu og leyfið síðan hitanum að rjúka aðeins úr. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti og hrærið saman við smjörblönduna með sleif þar til kekkjalaus deigkúla myndast í pottinum.
Pískið saman eggin í skál og leggið til hliðar.

Flytjið deigkúluna yfir í hrærivélarskál með K-inu. Leyfið mesta hitanum að rjúka úr með því að hræra deigið á lægsta hraða stöku sinnum í um 10 mínútur.

Bætið þá eggjablöndunni saman við í litlum skömmtum og skafið niður hliðarnar í milli. Deigið þarf að vera nægilega þykkt til að það leki ekki niður þegar á plötuna er komið svo skiljið frekar smá eftir af eggjablöndunni fremur en að fá of þunnt deig en venjulega er hægt að nota bæði eggin (nema þau séu mjög stór).

Notið skeiðar eða sprautupoka og skiptið niður í 16-18 bollur á 2 bökunarplötum íklæddum bökunarpappír.

Bakið í 20-25 mínútur og alls ekki opna ofninn fyrr en að 15 mínútum liðnum í það minnsta því annars er hætta á að bollurnar falli.

Kælið og útbúið glassúr og fyllingu á meðan. Athugið að nóg er að útbúa aðra hvora fyllinguna fyrir þennan fjölda af bollum eða minnka hvora um sig um helming.

Jarðarberjafylling

400 ml rjómi 
2 msk. sykur
250 g fersk og vel stöppuð jarðarber (eða maukuð í blandara)
Þeytið saman sykur og rjóma.
Blandið stöppuðum jarðarberjum saman við rjómann og sprautið á hverja bollu.


Súkkulaðifylling

400 ml rjómi 
200 g súkkulaðiheslihnetusmjör 
Þeytið rjómann.
Blandið súkkulaðismjörinu saman við blönduna og sprautið á hverja bollu (leyfið marmaraáferðinni að halda sér svo ekki hræra of mikið).

Súkkulaðiglassúr

100 g smjör
350 g flórsykur
2 msk. bökunarkakó
2 tsk. vanilludropar
2 msk. kaffi
2 msk. vatn
Setjið öll hráefnin saman í skál og pískið saman, smyrjið á bollurnar með skeið/litlum spaða.

Gaman er að setja kökuskraut, hnetukurl eða annað lítið sælgæti á toppinn til skrauts.

berglind er ekekrt að þræla sultu inn í bollurnar sem …
berglind er ekekrt að þræla sultu inn í bollurnar sem mörgum finnst gleðiefni. mbl.is/gotter.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka