Epla-brownie að hætti Katrínar

Það er fátt meira viðeigandi en að henda í ilmandi …
Það er fátt meira viðeigandi en að henda í ilmandi eplaköku á milli stormviðvaranna. Svo er bara að þeyta rjóma, sækja spil og njóta þess að vera með fjölskyldunni. Katrín Björk/Modern Wifestyle

Katrín Björk, ljósmyndari, stílisti og uppskriftameistari, er konan á bak við eina af okkar uppáhaldssíðum, Modern Wifestyle. Ekki aðeins eru uppskriftirnar hennar Katrínar frumlegar og bragðgóðar heldur eru þær líka svo fallegar. Og fyrst við erum að tala um kökur mælum við einnig með því að þú skoðir þessa uppskrift að saltkaramellutertunni hennar. 

Eplabrownie

2,5 bollar hveiti 
1 tsk. kanill 
1 tsk. lyftiduft 
1/2 tsk. salt 
1 dl (7 msk.) kókosolía 
2 msk. vatn 
1 dl (7 msk.) hrásykur 
1 egg 
handfylli af valhnetum 
1 stórt sætt epli 

Forhitið ofninn í 180 gráður og smyrjið 20x20 cm bökunarmót .

Hrærið saman hveiti, kanil, lyftidufti og salti.

Í aðra skál er hrært saman egginu, olíu, vatni og sykrinum uns blandan fer að lýsast.

Skrælið eplið og skerið í sneiðar. Saxið valhneturnar.

Hrærið eplunum og valhnetunum saman við sykurblönduna og blandið varlega saman. Hrærið svo hveitiblöndunni saman við.

Hellið deiginu í bökunarmótið og bakið í 40 mínútur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert