Hnetustykki eru ákaflega vinsæl en oft og tíðum úttroðin af sykri og aukaefnum. Hér er komin uppskrift frá snillingnum Demeter á beamingbaker.com sem inniheldur aðeins 3 hráefni. Stykkin eru sæt og auðvitað er hlynsíróp sykur en þó minna unninn en hvítur sykur og nýtist því kroppnum betur.
12 stangir koma úr uppskriftinni en hver stöng inniheldur 107 kaloríur, 5 g af sykri og 7 g af kolvetnum. Stykkin eru stökk og geymast best í lofttæmdum umbúðum.
Innihaldsefni:
1 bolli ósaltaðar möndlur
1 bolli ósætar kókosflögur
1/4 tsk. salt (má sleppa)
1/4 bolli hreint hlynsíróp
Hitið ofninn í 160 gráður og bakið stykkin í 28-38 mínútur. Demeter bakaði sín í 33 mínútur en hún segir að ef þau eru ekki nægilega bökuð hrynji þau gjarnan í sundur.
Aðferðina má sjá hér að neðan: