Þessi tacobaka er æðislega góð og mjög vinsæl í veislum og boðum hjá minni fjölskyldu. Þessi uppskrift er frá Svövu á ljufmeti.com og slær alltaf í gegn!
Botn
Fylling
Ofanlag
Hitið ofninn í 200°. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál. Látið smjörið ná stofuhita, skerið það í bita og blandið því við þurrefnin. Bætið mjólkinni saman við og hrærið öllu saman í deig. Þrýstið deiginu í bökuform eða smelluform. Það þarf ekki að forbaka botninn.
Hakkið lauk og steikið ásamt nautahakki og fínt hökkuðum hvítlauk. Steikið þar til nautahakkið er ekki lengur rautt. Bætið tómatpuré, chili-sósu og sojasósu á pönnuna ásamt kryddunum og vatni. Látið sjóða við vægan hita þar til vatnið er næstum horfið, ca. 10-15 mínútur. Smakkið til og kryddið meira ef þarf. Setjið nautahakkið yfir botninn.
Skerið tómatana í bita og dreifið yfir nautahakkið.
Hrærið saman sýrðum rjóma, majónesi og rifnum osti og breiðið yfir tómatana.
Bakið í miðjum ofni í ca. 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og hefur fengið fallegan lit.
Berið fram með góðu salati, nachos, sýrðum rjóma, salsa eða guacamole.