Pönnukökurnar sem einkaþjálfarinn samþykkir

Girnilegt og hugsanlega nauðsynleg upplyfting í leiðinlegu veðri eða eftir …
Girnilegt og hugsanlega nauðsynleg upplyfting í leiðinlegu veðri eða eftir erfiðan dag. mbl.is/Annaeiriks.is

Eðalkroppurinn Anna Eiríks býður upp á vinsæla fjarþjálfun fyrir konur en hún setur reglulega inn ný æfingarplön og uppskriftir á síðu sína Annaeiriks.is 

„Þessar pönnukökur eru ekkert venjulegar, þær eru meinhollar, bara með þrjú innihaldsefni en samt ótrúlega góðar. Við hendum stundum í þessar eftir skóla/vinnu þegar okkur langar í eitthvað hollt og gott,“ segir Anna en hægt er að toppa þær með ávöxtum, grísku jógúrti, hunangi eða smá súkkulaðismyrju t.d. heimagerðu sykurlausu nutella eða aðkeyptu súkkulaði í hollari kantinum.

Hollar pönnukökur

2 bananar
4 egg
2 bollar haframjöl

2-3 msk. súkkulaði frá Good good brand – ef þið viljið. Þetta er súkkulaðismyrja með stevíu í stað sykurs.

Aðferð:

Stappið bananana, bætið eggjum út í og svo haframjölinu og hrærið vel saman, steikið svo á pönnu, hitið smá súkkulaði frá good good brand í örbylgju og hellið yfir pönnukökurnar en það er „hollt“ og gott og berið fram með berjum eða niðurskornum bönunum. Gæti ekki verið einfaldara.

mbl.is/Annaeiriks.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka