Sjúklegt nautasalat Lindu Ben

Guðdómlega girnilegt.
Guðdómlega girnilegt. Árni Sæberg

Linda Bene­dikts­dótt­ir er einn af mat­gæðing­um Mat­ar­vefs­ins en við leit­um reglu­lega til henn­ar eft­ir inn­blæstri og góðum upp­skrift­um. Að þessu sinni báðum við hana að elda auðveld­an en góðan heim­il­is­mat sem hent­ar jafnt á mánu­degi sem í mat­ar­boðið.

Sjúklegt nautasalat Lindu Ben

Vista Prenta

Asískt nauta­kjöts-sal­at

fyr­ir 2
Dress­ing
  • 3 msk bragðlít­il ólífu­olía
  • 1 límóna, saf­inn
  • 2 tsk fiskisósa
  • 1 msk syk­ur
  • klípa salt
  • 1 msk kórí­and­er smátt saxað
  • 2 hvít­lauks­geir­ar

Aðferð:

  1. Merjið kórí­and­er og hvít­lauks­geira í morteli ásamt 1 msk af olífu­olíu. Blandið vel sam­an þangað til gott mauk hef­ur mynd­ast.
  2. Bætið 1-2 msk af ol­í­unni og rest­inni af inni­halds­efn­un­um og blandið vel sam­an.
  3. Hellið dress­ing­unni í fal­lega skál.
Sal­at
  • 250 g nauta­kjöt (til dæm­is innra­læri)
  • 1/​2 msk olía
  • Salt og pip­ar
  • 75 g kletta­sal­at
  • 1 dl kirsu­berjatóm­at­ar
  • 1/​4 rauðlauk­ur, mjög fínt skor­inn niður
  • 1/​2 ag­úrka
  • 1 dl kórí­and­er
  • 1 rauður chili

Aðferð:

  1. Takið nauta­kjötið út úr ís­skápn­um og geymið við stofu­hita í 3-4 tíma fyr­ir eld­un.
  2. Piprið það og hitið steikarpönnu vel, steikið kjötið þangað til það er eldað eins og ykk­ur finnst best. Látið kjötið jafna sig við stofu­hita á meðan sal­atið er út­búið.
  3. Skolið og þerrið kletta­sal­atið vel, raðið því svo á fal­leg­an disk.
  4. Skerið kirsu­berjatóm­at­ana í helm­inga, skerið rauðlauk­inn mjög fínt niður, skerið ag­úrk­una niður í þunn­ar lengj­ur, rífið kórí­and­erið fal­lega frá stilk­un­um og skerið chili í sneiðar (takið fræ­in frá ef þið viljið ekki hafa það mjög sterkt). Raðið öllu fal­lega á disk­inn.
  5. Skerið kjötið í þunn­ar sneiðar og raðið ofan á sal­atið.
  6. Setjið dress­ing­una yfir sal­atið eins og smekk­ur ykk­ar seg­ir til um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert