Guðdómlegt grænmetislasagna

mbl.is/Hanna Þóra

Græn­met­islasagna er mögu­lega einn van­metn­asti rétt­ur sem sög­ur fara af. Hann er sér­deil­is bragðgóður - ef upp­skrift­in er góð - og yf­ir­leitt ákaf­lega holl­ur. Græn­met­islasagna er í upp­á­haldi hjá mörg­um og hér kem­ur upp­skrift sem á ekki að klikka enda er það Hanna Þóra sem held­ur úti mat­ar­blogg­inu hanna.is sem á heiður­inn að henni.

Sjálf seg­ir Hanna Þóra að þessi rétt­ur sé bæði góðour og ein­fald­ur, auk þess sem þægi­legt sé að búa hann til. Við biðjum ekki um meira. Gjörið svo vel.

Guðdómlegt grænmetislasagna

Vista Prenta

Guðdóm­legt græn­met­isla­gagna

  • 250 – 300 g lasagna­plöt­ur
  • 1 stór gul­ur lauk­ur eða 1½ lít­ill – saxaður fínt
  • 2 – 3 hvít­lauksrif – söxuð fínt
  • 1 msk olía + ½ msk smjör
  • 3 msk tóm­at­púrra
  • 800 – 850 g niðursoðnir tóm­at­ar
  • 1 – 2 vel þroskaðir tóm­at­ar – skorn­ir í bita (má sleppa)
  • 1 msk hun­ang
  • 1 græn­metisten­ing­ur
  • 2 msk ferskt timj­an eða 1 tsk þurrkað
  • 200 – 250 g spínat – ferskt eða fryst
  • 12 – 15 salvíu­blöð eða 1 msk þurrkuð sal­vía
  • 1 tsk gróft salt
  • Pip­ar
  • 2 pakk­ar (2 x 225 g) halloumi­ost­ur – skor­inn í þunn­ar sneiðar
  • 1½ dl graskers­fræ – mega gjarn­an vera ristuð
  • 2½ dl par­mesanost­ur
  • Hug­mynd­ir að skrauti eft­ir að lasagna er komið úr ofn­in­um: Granatepli, hnet­ur, ferskt spínat eða gras­kerfs­ræ

Aðferð

  1. Ofn­inn stillt­ur 170° – 175°C (yfir- og und­ir­hiti)
  2. Lauk­ur og hvít­lauk­ur steikt­ir upp úr olíu og smjöri á lág­um hita þar til lauk­ur­inn verður glær
  3. Tóm­at­púrru bætt sam­an við og steikt aðeins
  4. Maukaðir tóm­at­ar sett­ir út í ásamt, niður­skorn­um tómöt­um, hun­angi, græn­metisten­ingi og timj­an – látið malla á meðal­hita í 5 mín­út­ur (án loks)
  5. Spínati og salvíu blandað sam­an við og látið malla í 10 mín­út­ur. Kryddað með salti og pip­ar
  6. Spínat- og tóm­at­bland­an, halloumi­ost­ur, lasagna­plöt­ur og graskers­fræ sett til skipt­is í eld­ast mót – u.þ.b. 20 x 30 cm að stærð. Best að hafa tóm­at- og spínatblönd­una neðst (næst koma lasagna­plöt­ur, haloumi­ost­ur og síðan graskers­fræ).  Best að enda með tóm­at- og spínatblönd­unni (ætti að vera hægt að ná 3 – 4 lög­um). Par­mesanost­ur er sett­ur efst
  7. Haft í ofn­in­um í 45 mín­út­ur. Gam­an að skreyta með granatepl­um, hnet­um og salvíu eða fersku spínati áður en fatið er borið fram

Meðlæti

Nýbakað brauð og ferskt sal­at.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert