Hamingju-gulróta-möffins

Sætar og mjúkar gulrótamúffur sem gleðja í kaffitímanum.
Sætar og mjúkar gulrótamúffur sem gleðja í kaffitímanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Linda Björk Ingimarsdóttir, matarbloggari á Eat RVK, mælir með þessum girnilegu gulrótamúffum sem gera kaffitímann mun ánægjulegri. 

„Þessar möffins urðu til þar sem einn af drengjunum mínum er mikill gikkur og vildi alls ekki borða gulrætur. Í dag borðar hann þær með glöðu geði og því eru þessar oft gerðar á heimilinu. Þessar möffins eru líka mjög saðsamar svo engin hætta er á að of margar séu borðaðar þar sem í þeim er einnig sykur sem maður vill reyna að minnka,“ segir Linda Björk.

„Ég hef einnig notað döðlusykur í þessa uppskrift, þá voru þær mjög góðar en meira eins og brauðbollur. Besta við þessa uppskrift er að úr henni færðu margar möffins en einnig þarf aðeins að eiga góðan písk og sleif til að gera þessar gersemar, minna að þrífa er alltaf plús.“

2 bollar hveiti 
1 bolli sykur 
2 tsk. matarsódi 
2 tsk. kanill 
1/4 tsk. salt 
2 bollar rifnar gulrætur 
1/2 bolli rúsínur 
1/2 bolli saxaðar valhnetur 
1/2 bolli gróft kókos 
1 epli skrælt og saxað 
3 egg 
1 bolli kókos- eða grænmetisolía 
2 tsk. vanilludropar/-essens 


Hitið ofninn í 180 gráður. Þessi uppskrift passar í 18 - 24 form fyrir möffins. 
Blandið saman í stóra skál hveiti, sykri, matarsóda, kanil og salti. Blandið svo gulrótum, rúsínum, epli og kókoshnetunni. 
Í aðra skál hrærið saman eggjum, olíu og vanillu. Setjið blönduna saman við hina skálina og blandið með sleif og setjið í form. 
Bakið í 20 mín. og stingið með hníf. Ef ekkert loðir við hann eru möffinsin tilbúin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka