Einföld súkkulaðiterta með kaffikeim

Dúnmjúk og dásamleg súkkulaðikaka.
Dúnmjúk og dásamleg súkkulaðikaka. mbl.is/lindaben.is

Mat­ar­blogg­ar­inn og líf­fræðing­ur­inn Linda Ben er eng­in grenju­skjóða í eld­hús­inu eins og sést á þess­ari dún­mjúku og dá­sam­legu súkkulaðitertu sem hún birti á síðu sinni linda­ben.is í vik­unni.

Einföld súkkulaðiterta með kaffikeim

Vista Prenta

Ein­föld súkkulaði-ban­anakaka með dá­sam­legu kremi

4 vel þroskaðir ban­an­ar
60 g smörlíki (smjör)
1 egg
2 tsk. vanillu­drop­ar
100 g syk­ur
190 g hveiti
1 tsk. salt
1 tsk. mat­ar­sódi
2 msk. kakó
200 ml kaffi og súkkulaði grísk jóg­úrt frá Örnu (heil dós)

Krem:
200 g smjör­líki (smjör)
300 g flór­syk­ur
2 msk. kakó
100 ml kaffi og súkkulaði grísk jóg­úrt frá Örnu (hálf dós)

Aðferð:

Byrjið á því að bræða smjör­líkið/​smjörið og leyfið því að kólna ör­lítið niður aft­ur.
Kveikið á ofn­in­um og stillið á 175°C.

Setjið ban­ana í hræri­vél­ina og hrærið þá vel sam­an þangað til þeir eru al­veg maukaðir.
Bætið út í skál­ina eggi og vanillu­drop­um, blandið sam­an.

Bætið út í skál­ina sykri, hveiti, salti, mat­ar­sóda og kakó, blandið var­lega sam­an.
Bætið svo gríska jóg­úrt­inu og smjör­lík­inu/​smjör­inu sam­an við.

Takið 20×20 cm form (eða álíka) og smyrjið það vel, hellið deig­inu í formið og bakið í um það bil 40 mín eða þangað til kak­an er bökuð í gegn.

Kælið kök­una og út­búið kremið á meðan.
Hrærið smjör­líkið/​smjörið mjög vel þangað til það er orðið létt og loft­mikið.
Bætið þá út í flór­sykri og kakó, hrærið mjög vel sam­an þangað til bland­an verður létt og loft­mik­il.

Bætið þá út í gríska jóg­úrt­inu vel sam­an við.
Smyrjið krem­inu á kalda kök­una og skreytið eft­ir smekk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert