Svakalega góðir fiskborgarar

Hver getur staðist þessa dásemd?
Hver getur staðist þessa dásemd? mbl.is/Hanna Þóra

Fisk­borg­ar­ar eru ákaf­lega van­met­in fæða en svo af­skap­lega bragðgóð þegar hún er rétt fram­reidd. Mat­ar­blogg­ar­inn Hanna Þóra deil­ir hér þess­ari upp­skrift sem hún seg­ir að séu frem­ur fljót­leg­ir og bragðist al­veg sér­stak­lega vel. Fyr­ir þá sem vilja ít­ar­legri mynd­skýr­ing­ar er hægt að nálg­ast þær inn á síðuni henn­ar Hönnu Þóru.

„Ég sá þessa út­færslu á fisk­borg­ur­um í bresk­um sjón­varpsþætti – breytti aðeins og giskaði á magnið en út­kom­an varð mjög góð. Meðlætið er ein­falt, sal­at og lauk­ur, en með því að djúp­steikja lauk­hring­ina mild­ast bragðið af þeim. Ef­laust er líka gott að hafa ferska lauk­hringi en lauk­bragðið verður lík­lega svo­lítið meira áber­andi (gott að leggja þá í kalt vatn í svo­litla stund). Ef til er wookp­anna eða lít­ill pott­ur á heim­il­inu er ein­falt að djúp­steikja nokkra lauk­hringi en hita­ein­inga­fjöldi ham­borg­ar­ans hækk­ar óneit­an­lega tölu­vert við það. Sós­an er bragðgóð og á al­veg sér­stak­lega vel við – þegar hún hef­ur staðið svo­lítið verður hún fal­lega græn­leit. Létt­ir og góðir fisk­borg­ar­ar sem bragðast al­veg sér­stak­lega vel," seg­ir Hanna Þóra um borg­ar­ana góðu.

Svakalega góðir fiskborgarar

Vista Prenta
Svaka­lega góðir fisk­borg­ar­ar

Sósa – gott að byrja á sós­unni þar sem hún má gjarn­an standa
  • ½ dl fersk persilja/​stein­selja
  • 1 tsk dill – þurrkað
  • 1 msk ca­pers
  • ½ dl graslauk­ur
  • 1 dl maj­ónes
  • Rúm­lega ½ dl ab-mjólk
  • 4 – 6 drop­ar græn tabasco sósa (green pepp­er sauce)
  • Ögn af salt­flög­um
  • Nýmalaður pip­ar
Fisk­borg­ar­ar
  • 200 – 250 g ýsa – söxuð eða skor­in í mjög smáa bita
  • 200 – 250 g lax – saxaður eða skor­inn í mjög smáa bita
  • Rúm­lega ½ dl persilja/​stein­selja
  • Börk­ur af u.þ.b. ¼ líf­rænni sítr­ónu – rif­inn fínt
  • ½ dl rasp
Lauk­hring­ir
  • 50 g hveiti
  • 1 msk maizenamjöl
  • 1 eggj­ar­auða
  • ¾ – 1 dl vatn
  • 1 – 1½ gul­ur lauk­ur
Verk­lýs­ing

Sósa
  1. Allt hrá­efni sett í mat­vinnslu­vél og maukað sam­an
  2. Gott að láta sós­una standa og jafna sig aðeins
Fisk­borg­ar­ar
  1. Fisk­ur saxaður smátt með hnífi eða í mat­vinnsu­vél
  2. Öllu blandað sam­an – með fingr­un­um og 100 – 120 g kúl­ur bún­ar til
  3. Fisk­borg­ar­ar mótaðir og steikt­ir/​grillaðir í u.þ.b. 2 – 3 mín­út­ur á hvorri hlið á rúm­lega meðal­hita þannig að þeir fái fal­leg­an lit
Lauk­hring­ir – djúp­steikt­ir
  1. Hveiti, vatni, maizenamjöli og eggj­ar­auðu blandað sam­an í skál
  2. Lauk­ur skor­inn í sneiðar
  3. Olía (sól­blóma­ol­ía) sett í djúpa pönnu og hituð – lauk­hringj­um dýft í deigið og þeir sett­ir var­lega ofan í ol­í­una og steikt­ir þar til fal­leg­ur lit­ur er kom­inn á þá – gott að snúa þeim einu sinni.  Lauk­hring­ir tekn­ir upp og lagðir á eld­húspapp­ír. Til að fá þá ennþá meira „djúsí“ má dýfa þeim aft­ur í deigið og djúp­steikja þá aft­ur
Sam­setn­ing: Ham­borg­ara­brauð hituð/​ristuð og sósa sett neðst. Fisk­borg­ari lagður ofan á, ásamt sal­ati og lauk­hringj­um og að lok­um kem­ur sósa.  Gott að bera fram með ofn­steikt­um kart­öfl­um eða sæt­um kart­öfl­um.
Sjúklega girnilegur borgari.
Sjúk­lega girni­leg­ur borg­ari. mbl.is/​Hanna Þóra
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert