Meistarakokkurinn Hafsteinn Ólafsson á Sumac tekur hér þátt í hinni rómuðu áskorun Fimm eða færri. Hér ræður naumhyggjan og hugkvæmni Hafsteins ríkjum og eflaust margir sem munu hoppa hæð sína af gleði yfir þessum bráðholla og gómsæta rétti.
Grilluð rauðrófa, valhnetusalsa og geitaostur
Rauðrófan er pökkuð inn í álpappír með smá olíu og salti og bökuð á 180°c í 2 klst. Eftir eldun er gott að leyfa aðeins að rjúka af henni áður en hún er skorinn og svo grilluð ( líka hægt að steikja hana á pönnu)
Valhnetu salsa
Valhneturnar eru ristaðar í ofni á 150°c í 15 min. Og svo gróf hakkaðar. Shallott laukurinn, chilli og koriander saxað fínt og blandað við valhneturnar svo er börkurinn og safinn blandað við svo smakkað til með salti, pipar, hunangi og olífuolíu.
Geitaostur
Geitaosturinn er svo rifinn yfir með fínu rifjárni.
Hægt að bera fram sem rétt eða sem meðlæti