Þóra Sigurðardóttir
Garðar Aron Guðbrandsson á Mathúsi Garðabæjar er meistarakokkurinn í Fimm eða færri áskoruninni að þessu sinni. Hér gefur að líta afar spennandi útkomu en þetta er grillað ribeye sem er í uppáhaldi hjá ansi mörgum og með ponzu sem við hvetjum ykkur eindregið til að prófa ef þið hafið ekki gert það nú þegar.
Garðar skorar á sjálfan Karl Óskar hjá Le KocK.
Grillað ribeye með ponzu
Ribeye
Kjötið er skorið í steikur og kryddað vel með soya, salti og pipar. Olía sett á rétt fyrir grillun.
Grillað grænmeti
Allt er skorið svona frekar gróft, bok choy er skorið í fleyga, laukur í tvennt og dressað í vel af hlutlausri olíu, salti og sítrónu. Gott að setja laukinn fyrst þar sem hann þarf lengstan tíma og vel af olíu svo það kveikni aðeins í grillinu og þetta brenni smá.
Ponzu með brúnuðu smjöri
Laukur og chilli er saxað fínt niður, hvítlaukur rifinn og blandaður við soya og sítrónusafann. Rétt fyrir service er smjörið brúnað í potti yfir meðalhita. Gott er að hræra reglulega í því svo hratið verði ekki eftir í botninum. Þegar hratið fer að verða dökkbrúnt er smjörinu hellt heitu yfir ponzuið og hrært vel í.