Heilsusprengja læknisins: Kjúklingasúpa sem bragð er af

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Hér gef­ur að líta frem­ur ein­fald­an og mjög bragðgóðan rétt frá lækn­in­um sem ætti eng­an að svíkja. Sjálf­ur seg­ir Ragn­ar Freyr að rétt­ur­inn sé bæði holl­ur og fljót­leg­ur og það eina sem taki tíma í þess­ari upp­skrift sé að skera niður hrá­efnið og bíða svo eft­ir því að súp­an sjóði og kjúk­ling­ur­inn eld­ist í gegn. 

„Kjörið er að kaupa heil­an kjúk­ling fyr­ir súp­una – þá mæt­ir maður auðveld­ar þörf­um allra í fjöl­skyld­unni – sum­ir vilja bringu, og aðrir vilja legg. En auðvitað hægt að kaupa leggi, læri eða bring­ur. Það er auðvitað frjálst val!“

Ítar­leg­ar mynd­leiðbein­ing­ar er hægt að nálg­ast á heimasíðu Ragn­ars: Lækn­ir­inn í eld­hús­inu

mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son

Heilsusprengja læknisins: Kjúklingasúpa sem bragð er af

Vista Prenta

Heilsu­sprengja: Kjúk­lingasúpa frá Aust­ur­lönd­um fjær – með marg­lit­um gul­rót­um, nýrna­baun­um, lin­soðnum eggj­um og kúr­bít­snúðlum.

Fyr­ir sex

  • 1 kjúk­ling­ur
  • 1/​2 rauðlauk­ur
  • 2 sítr­ónugras-stang­ir
  • 5 cm engi­fer
  • 3 hvít­lauksrif
  • 4 vor­lauk­ar
  • 1 rauður chili-pip­ar
  • 6 kaff­ir-límónu­blöð
  • 3 gul­ræt­ur (ein gul, ein app­el­sínu­gul og ein fjólu­blá)
  • 1 kúr­bít­ur
  • 2 lítr­ar vatn
  • 1 ten­ing­ur kjúk­lingakraft­ur
  • 50 ml soya-sósa
  • 1 msk. hun­ang
  • 1 dós nýrna­baun­ir
  • 6 egg
  • salt og pip­ar
  • meðlæti
  • saricha
  • ai­oli
  • gul­rótaræm­ur
  • kórí­and­er
  • rauður chili

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hluta kjúk­ling­inn niður í 12-16 bita, saltið og piprið og brúnið í heitri olíu þangað til kjúk­ling­ur­inn hef­ur tekið lit.
  2. Sneiðið vor­lauk, sítr­ónugras, engi­fer, chili, hvít­lauk og takið til kaff­ir-límónu­lauf­in.
  3. Hitið viðbótarol­íu í pönn­unni og mýkið græn­metið í nokkr­ar mín­út­ur. Bætið gul­rót­un­um sam­an við og steikið í tvær til þrjár mín­út­ur til viðbót­ar.
  4. Hellið þá vatn­inu sam­an við, ásamt soya-sós­unni og hun­angi. Bætið við ten­ingi af kjúk­lingakrafti.
  5. Sjóðið upp súp­una og látið krauma við lág­an hita í þrjú kortér.
  6. Skerið svo kúr­bít­inn með þessu mandó­líns-apparati. Kennið apparat­inu um þegar það heppn­ast ekki nógu vel!
  7. Bætið kúr­bítn­um sam­an við súp­una.
  8. Skolið baun­irn­ar og bætið í súp­una. Sjóðið áfram í 10 mín­út­ur.
  9. Lin­sjóðið egg í öðrum potti.
  10. Und­ir­búið meðlætið – blandið mat­skeið af maj­ónesi sam­an við 1 te­skeið af sriracha-sósu. Hrærið vand­lega.
  11. Skerið gul­rót í strimla með flysj­ara, chili í þunn­ar sneiðar og vor­lauk­stopp­ana í litla strimla.
  12. Svo er bara að raða súp­unni sam­an; kjúk­ling í miðjuna, baun­ir og kúr­bít í kring, egg í helm­ing­um, sriracha aoili á topp­inn með gul­rótaræm­um, vor­lauk, chili og fullt af fersk­um kórí­and­er.
  13. Þetta var, sko, fyr­ir lík­ama og sál.
  14. Verði ykk­ur að góðu.
mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert