Páskakakan 2018

Kakan er fremur páskaleg með möndlueggjunum.
Kakan er fremur páskaleg með möndlueggjunum. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Berglind Hreiðars á Gotteri.is kynnir til leiks Páskakökuna í ár sem við erum virkilega hrifin af. Marengs með gúmmelaði á alltaf upp á pallborðið og svo er það svo fallegt þegar marengsinn er gerður með marmaraáferð. 

Heimasíða Berglindar: Gotteri og gersemar

Páskatertan 2018

Marengs

  • 100 gr. karamellumöndlur með súkkulaði og sjávarsalti
  • 130 gr. brætt suðusúkkulaði (kælt niður)
  • 6 eggjahvítur við stofuhita
  • ¼ tsk. salt
  • 350 gr. sykur
  • 2 tsk. vanilludropar
  • ½ tsk. möndludropar

Fylling og skraut

  • 700 ml rjómi
  • 30 gr. flórsykur
  • 300 gr. Til hamingju-karamellumöndlur með súkkulaði og sjávarsalti
  • Raspað suðusúkkulaði (um 40 gr.)

Aðferð

  1. Hitið ofninn 110°C. Teiknið 3 x 20 cm hringi á bökunarplötur (tveir komast fyrir á annarri og einn á hinni).
  2. Saxið möndlurnar niður og leggið til hliðar.
  3. Bræðið suðusúkkulaði og látið standa á meðan marengsinn er þeyttur.
  4. Þeytið saman eggjahvítur og salt þar til froða myndast og bætið þá sykrinum saman við í litlum skömmtum. Þeytið á hæstu stillingu þar til topparnir halda sér (nokkrar mínútur). Bætið þá vanillu- og möndludropum saman við og þeytið saman við.
  5. Hellið söxuðum möndlum í skálina og blandið saman við með sleif. Að lokum er bræddu suðusúkkulaði hrært varlega saman við með sleif en varist að hræra of mikið, fallegt er að hafa marmaraáferð á marengsinum.
  6. Bakið í 2 ½ klst. og slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsinum að kólna inni í honum áður en þið takið út.
  7. Fyrir fyllinguna er rjómi og flórsykur þeytt saman og skipt í þrennt, smurt á milli botnanna og ofan á síðasta botninn.
  8. Þá er röspuðu súkkulaði og karamellumöndlum stráð yfir toppinn til skrauts.
  9. Best er að setja rjómann á milli að minnsta kosti sólahring áður en kökunnar á að njóta, þá verður hún meira djúsí og góð.
Þessi kaka á eflaust eftir að slá í gegn á …
Þessi kaka á eflaust eftir að slá í gegn á mörgum veisluborðum. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert