Karrýgrýta sem bragð er af

Grýtan er girnileg á að líta.
Grýtan er girnileg á að líta. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Grýta nýtur alltaf mikilla vinsælda hér á landi og skyldi engan undra. Hér gefur að líta útgáfu Svövu Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit en uppskriftin er upphaflega úr bókinni Nyfiken Grön en síðan hefur Svava betrumbætt hana og gert að sinni.

Hún segist bera grýtuna fram með naan-brauði og ristuðum kasjúhnetum og að rétturinn sé einstaklega bragðgóður.

Karrýgrýta með grænmeti og linsubaunum (breytt uppskrift úr bókinni Nyfiken Grön)

  • 1 laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 sæt kartafla
  • 2 dl rauðar linsubaunir
  • 2 dósir kókosmjólk (400 ml hvor)
  • 2 grænmetisteningar
  • 3-5 dl vatn
  • 1 lítill blómkálshaus
  • steinselja eða kóriander (má sleppa)
  • salt og pipar
  • þurrristaðar kasjúhnetur til að setja yfir réttinn (má sleppa)

Aðferð:

  1. Afhýðið og hakkið lauk, hvítlauk og sætu kartöfluna.
  2. Mýkið í olíu ásamt karrý og linsubaunum í rúmgóðum potti.
  3. Hrærið vel í pottinum á meðan svo ekkert brenni við.
  4. Hellið kókosmjólk og vatni yfir og bætið grænmetisteningunum saman við. Látið sjóða undir loki í 10 mínútur.
  5. Skerið blómkálið í bita og bætið í pottinn. Látið sjóða áfram í um 5 mínútur.
  6. Smakkið til með salti og pipar.
  7. Stráið steinselju yfir áður en rétturinn er borinn fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert