Kryddkartöflur með hnetukurli

Kryddkartöflur með hnetukurli.
Kryddkartöflur með hnetukurli. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Þetta er ein útgáfa af smurbrauði með kartöflum sem er vel hægt að gera heima þó hún sé ekki nákvæmlega eins og á myndinni en það er hægt að leika sér með þessa uppskrift. Eina skilyrðið er að hráefnið sé fyrsta flokks.

Kryddkartöflur með hnetukurli
  • 1 kg kartöflur
  • 100 gr steinseljupestó
  • 20 gr hnetur eða sólblómafræ

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflur í söltu vatni
  2. Kartöflur eru kældar. Blandið pestó við.
  3. Skerið brauðið í sneiðar. Sneiðið kartöflurnar þunnt og leggið ofan á brauðið. Ofan á þetta fara steiktar hnetur eða fræ. Saltið og piprið eftir smekk.
  4. Skreytið að listrænum hætti. Borið fram með graslauksmajónesi.

Graslauksmajónes

  • 2 eggjarauður
  • tsk. dijon sinnep
  • 200 ml graslauksbætt olía
  • 2 msk. edik eða sítrónusafi
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Gott er að vinna saman graslauk og olíu í matvinnsluvél. (Það má líka saxa ferskan graslauk úr garðinum og blanda við majónesið).
  2. Eggjarauður unnar saman í matvinnslu eða hrærivél, graslauksolíunni hellt rólega út í. Kryddað með sinnepi, salti og pipar ásamt ögn af ediki eða sítrónusafa.
  3. Þeir sem vilja hafa smurbrauðið vegan nota að sjálfsögðu vegan-majónes í staðinn.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka