Sítrónupasta Sophiu Loren

Girnilegt og gómsætt pasta að hætti Sophiu Loren.
Girnilegt og gómsætt pasta að hætti Sophiu Loren. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Ekki verður annað séð en að það sé fullkominn dagur í dag til að elda gómsætt pasta og þá er ekki úr vegi að skella í þetta dásamlega sítrónupasta sem kemur úr smiðju engrar annarrar en Sophiu Loren - reyndar með krókaleiðum því það er meistari Berglind Guðmundsdóttir á Gulur, rauður, grænn og salt sem endurgerði réttinn. 

Hvað er betra en sítróna, hvítlaukur og löðrandi rjómi? 

Sítrónupasta Sophiu Loren
Fyrir 3-4

  • 500 g ferskt spaghetti frá RANA
  • 5-6 hvítlauksgeirar
  • safi úr fjórum sítrónum plús börkur af einni sítrónu
  • 1/2 l rjómi
  • 1-2 msk Philadelphia rjómaostur
  • handfylli af steinselja
  • salt
  • nýmalaður pipar
  • fullt af parmesanosti!!

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningu á pakkningu.
  2. Hitið olíu á pönnu og léttsteikið hvítlauk. Passið að hann brenni ekki.
  3. Bætið sítrónusafanum út og láta malla örlítið en ekki sjóða.
  4. Hellið rjómanum út í ásamt rjómaosti og láta malla.
  5. Bætið við parmesanosti og steinselju blanda vel saman.
  6. Hellið vatninu af pastanum og blandið skvettu af því því saman við sósuna.
  7. Berið fram strax og piprið hressilega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka