Skælbrosandi í kanilsnúða-sykurvímu

Girnilegir kanilsnúðar.
Girnilegir kanilsnúðar. mbl.is/Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Lilja Katrín á Blaka.is er af­skap­lega flink að baka og það er násta gefið að upp­skrift frá henni verður bökuð og svo sit­ur maður í syk­ur­vímu næstu daga á eft­ir - en skæl­bros­andi. 

Þess­ir snúðar eru í miklu upp­á­haldi hjá henni og skyldi eng­an undra. Dá­sam­lega girni­leg­ir og upp­skrift­in skot­held. 

Skælbrosandi í kanilsnúða-sykurvímu

Vista Prenta

Snúðar

  • 1 bréf þurr­ger
  • 1 bolli volg mjólk
  • 4 msk syk­ur
  • 3 3/​4 bolli hveiti
  • 1 tsk salt
  • 2 egg (við stofu­hita)
  • 1 tsk vanillu­drop­ar
  • 90 g mjúkt smjör

Fyll­ing  

  • 1 pakki Royal-kara­mellu­búðing­ur (Blandaður og kæld­ur sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka)
  • 3/​4 bolli púður­syk­ur
  • 1 egg
  • 2 msk vatn

Aðferð:

Snúðar: Blandið sam­an þurr­geri, mjólk og sykri sam­an í skál og leyfið þessu að hvíla í 5-10 mín­út­ur, eða þar til bland­an freyðir.

Blandið hveiti og salti vel sam­an í skál og bætið því næst ger­blönd­unni, eggj­um og vanillu­drop­um sam­an við. Blandið sam­an í um 10 mín­út­ur.

Blandið síðan smjör­inu sam­an við og blandið sam­an í um 5 mín­út­ur. Hnoðið deigið lítið eitt á borðflöt sem er dustaður með hveiti.

Smyrjið smá olíu í skál, setjið deigið í skál­ina og hyljið með viska­stykki.

Leyfið deig­inu að hef­ast á volg­um stað í um klukku­tíma.

Fyll­ing: Hitið ofn­inn í 180°C og smyrjið ágæt­lega stórt eld­fast mót eða klæðið ofn­plötu með smjörpapp­ír.

Fletjið deigið út og smyrjið búðingn­um á það. Ég notaði ekki all­an búðing­inn, bara sirka 3/​4 af blönd­unni. Drissið síðan púður­sykr­in­um yfir búðing­inn.

Rúllið deig­inu út og skerið í snúða, sirka 10 til 12 stykki.

Raðið snúðunum í mótið eða á plöt­una, setjið viska­stykki yfir þá og leyfið að hef­ast í 5-10 mín­út­ur í viðbót. Blandið sam­an eggi og vatni og penslið snúðana með eggja­blönd­unni.

Bakið snúðana í 35 til 45 mín­út­ur og fylg­ist vel með þeim.

Leyfið þeim síðan að kólna aðeins áður en þið rífið þá í ykk­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert