Tikka masala kjúklingur sem börnin elska

Fátt er betra en góður indverskur matur.
Fátt er betra en góður indverskur matur. mbl.is/Hanna Þóra

Tikka masala er ákaflega vinsælt og hér gefur að líta uppskrift frá Hönnu Þóru sem hún segir að sé ákaflega barnvænn. Hann sé þannig séð ekki flókinn í framkvæmd og gott sé að bjóða upp á raitu og tortillur með. 

Tikka masala kjúklingur

Fyrir 4 - 5

Marinering

  • 1 dl jógúrt
  • 2 tsk garam masala
  • 2 tsk paprikukrydd
  • ½ tsk svartur pipar
  • ½ tsk cayenne pipar
  • ½ tsk kóríander
  • Kjúklingur
  • 600 g kjúklingalundir eða bringur
  • Olía og klípa af smjöri til steikingar

Sósa

  • 1 tsk cumin fræ
  • 2 msk olía og 1 msk smjör
  • 1 gulur laukur – saxaður
  • 4 – 5 hvítlauksrif – söxuð eða pressuð
  • ½ – 1 rauður chilipipar – fræhreinsaður og saxaður
  • 1 msk rifinn engifer
  • 1 krukka maukaðir tómatar (425 g)
  • ½ dl tómatpúrra
  • 8 – 10 litlir vel þroskaðir tómatar eða 2 – 3 stórir
  • 1 tsk sykur
  • 1 tsk garam masala
  • ½ tsk kóríander
  • ½ tsk túrmerik
  • 1 dl rjómi
  • Salt og pipar
  • Ferskur kóríander

Raita

  • 2 dl jógúrt/grísk jógúrt eða ab-mjólk
  • Salt/pipar
  • 1 – 2 pressuð hvítlauksrif – má sleppa
  • Biti af gúrku – skorinn í litla bita – má sleppa
  • Ögn af múskati – rifnu

Marinering

  1. Öllu blandað saman í skál og kjúklingurinn lagður í – látið marinerast í a.m.k. 2 klukkutstundir eða haft í kæli yfir nótt
  2. Kjúklingur og sósa
  3. Ofninn hitaður í 200°C.
  4. Kjúklingur settur í ofnskúffu og grillaður í ofninum í 13 – 20 mínútur (fer eftir hvort notaðar eru lundir eða bringur) – eða þangað til hann er steiktur í gegn.  Ég sný bitunum við þegar steikingartíminn er hálfnaður
  5. Cumin hitað á þurri pönnu í nokkrar mínútur. Olía, laukur, hvítlaukur, chilipipar og engifer steikt í 5 – 10 mínútur á meðalhita
  6. Tómötum (ferskum og maukuðum) og tómatpúrru bætt við og látið sjóða í u.þ.b. 15 mínútur
  7. Sykri, garam masala, kóríander, túrmerik og rjóma bætt við – saltað og piprað
  8. Kjúklingurinn settur út í sósuna – hitað að suðu og borið fram

Meðlæti

  • Soðin hrísgrjón, raita, salat og tortillur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert