Þessar kjötbollur eru eitthvað sem allir verða að prófa enda erum við að tala um að þær eru mozzarellafylltar. Það er jafnvel spurning um að skella sér í ákveðna stórverslun í Garðabæ til þess að kaupa risapoka af mozzarella til að geta gætt sér á þessum dásemdarrétt reglulega.
Uppskriftin kemur frá Svövu Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit og segir hún að uppskriftin eigi rætur sínar að rekja til Matplatsen.
Kjötbollur með mozzarella og basiliku (uppskrift frá Matplatsen)
Sósa:
Blandið hakki, eggi, rjóma, hakkaðri basiliku, hökkuðum sólþurrkuðum tómötum og mozzarella skornum í litla teninga. Saltið og piprið og mótið bollur.
Steikið bollurnar við miðlungsháan hita, í nokkrar mínútur og á öllum hliðum, í vel af smjöri. Takið bollurnar af pönnunni og hrærið rjóma, philadelphia og grænmetisteningi í steikingarsoðið. Látið suðuna koma upp og leggið síðan bollurnar í sósuna. Látið sjóða við vægan hita þar til bollurnar eru fulleldaðar. Verði sósan of þykk þá er hún þynnt með vatni.