Kjötbollur með mozzarella og basiliku

Gómsætar í sósunni.
Gómsætar í sósunni. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Þessar kjötbollur eru eitthvað sem allir verða að prófa enda erum við að tala um að þær eru mozzarellafylltar. Það er jafnvel spurning um að skella sér í ákveðna stórverslun í Garðabæ til þess að kaupa risapoka af mozzarella til að geta gætt sér á þessum dásemdarrétt reglulega. 

Uppskriftin kemur frá Svövu Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit og segir hún að uppskriftin eigi rætur sínar að rekja til Matplatsen. 

Komnar á disk.
Komnar á disk. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Kjötbollur með mozzarella og basiliku (uppskrift frá Matplatsen)

  • 600 g nautahakk eða blanda af nauta- og svínahakki
  • 1 poki með mozzarella
  • 1/2 pakkning fersk basilika
  • 4 sólþurrkaðir tómatar
  • 1 dl rjómi
  • 1 egg
  • salt og pipar
  • smör til að steikja í

Sósa:

  • steikingarsoð
  • 2 dl rjómi
  • 100 g philadelphiaostur
  • 1/2 grænmetisteningur

Blandið hakki, eggi, rjóma, hakkaðri basiliku, hökkuðum sólþurrkuðum tómötum og mozzarella skornum í litla teninga. Saltið og piprið og mótið bollur.

Steikið bollurnar við miðlungsháan hita, í nokkrar mínútur og á öllum hliðum, í vel af smjöri. Takið bollurnar af pönnunni og hrærið rjóma, philadelphia og grænmetisteningi í steikingarsoðið. Látið suðuna koma upp og leggið síðan bollurnar í sósuna. Látið sjóða við vægan hita þar til bollurnar eru fulleldaðar. Verði sósan of þykk þá er hún þynnt með vatni.

Svona líta bollurnar út hráar.
Svona líta bollurnar út hráar. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
Þessar bollur bræða hjörtu.
Þessar bollur bræða hjörtu. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert