Það er komið að næsta áskoranda í Fimm eða færri og að þessu sinni er það Magnús Már Byron Haraldsson sem er einn eigenda og jafnframt matreiðslumaður á veitingastaðnum RIO REYKJAVIK sem var nýlega opnaður við gömlu höfnina í Reykjavík. Á RIO er matseldin undir áhrifum frá Suður-Ameríku, einna helst Perú, Mexíkó og Brasilíu og leitast er við að nota sem mest ferskt, íslenskt hráefni í suðrænum og nýstárlegum búningi, matreitt á nýjan og spennandi hátt.
„Þar sem sumarið er að byrja fannst mér við hæfi að koma með léttan og sumarlegan rétt sem kallast tostadas. Tostadas er í raun ekkert annað en ristuð tortilla með mismunandi hráefni ofan á. Tostadas dregur nafn sitt frá orðinu „toasted/ristaðar“ og þess vegna er tortillan stökk. Þær voru fyrst gerðar til að forðast matarsóun þegar tortillurnar voru ekki nógu ferskar til að nota í taco. Þá var farið að rista þær eða grilla. Þessi réttur passar við öll tækifæri og er hægt að útfæra hann hvernig sem mann lystir, en hér koma mínar hugmyndir að tostada,“ segir Magnús.
Hráskinka og geitaostur
Aðferð:
Tortillan ristuð eða grilluð, pensluð með ólífuolíu, geitaosturinn smurður á tortilluna, rucola stráð yfir, skinkunni raðað ofan á og fíkjusultunni smurt yfir, skemmir ekki fyrir að rífa parmesan yfir í lokin.
Grillaður kjúklingur með mangó
Aðferð:
Ristuð eða grilluð tortilla smurð með tómatpestó, kjúklingnum, mangóinu og rucola stráð yfir.
Humar og epli
Aðferð:
Ristuð tortilla smurð með hvítlauksrjómaosti, rucola sett ofan á, steiktum humrinum raðað ofan á og eplum stráð yfir, ágætt að dressa eplið í sítrónusafa.