Grillsumarið er formlega hafið og hér gefur að líta alvöru djúsí T-bone steik eins og þær gerast bestar. Það er enginn annar en Ragnar Freyr - betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu sem á þessa uppskrfit en hann tekur grillmennskuna föstum tökum.
Grilluð T-bone steik að hætti meistarans
- Tvær stórar T-bein nautasteikur
- góð jómfrúarolía
- salt og pipar
Aðferð:
- Þetta er lúxusbiti og þarf ást og kærleika kokksins. Ég skar í fituna til að auðvelda henni að eldast.
- Penslaði kjötið með góðri jómfrúarolíu. Saltaði ríkulega og pipraði. Blússhitaði kolagrillið og lagði meira að segja einn viðarbita í annan endann til að tryggja háan hita. Grillaði kjötið í nokkrar mínútur á hvorri hlið.
- Reyndi að láta bitana standa upp á enda til að reyna að grilla merginn - kenningin er sú að hann þrýstist út í kjötið og gefi aukið umami bragð. Þetta er eitthvað sem ég lærði af ítölskum kokki, Antonio, þegar ég var á ferðalagi um Toskana síðastliðið vor.
- Þegar kjarnhiti kjötsins var komið í rúmar 50 gráður kippti ég af grillinu og hvíldi í rúmar fimmtán mínútur.
- Ég vil hafa kjötið örlítið rautt að innan. Sumir vilja það meira eldað. Það er bara skera steikina í þunnar sneiðar og bjóða fólki það sem það vill. Verði ykkur að góðu.
Steikin nánast tilbúin.
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
Ragnar vill hafa kjötið sitt vel rautt að innan.
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson