Lúxus spaghetti bolognese

Löðrandi lúxús hér á ferðinni.
Löðrandi lúxús hér á ferðinni. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Spaghetti bolognese er ein af þessum klassísku máltíðum sem allir elska - jafnt ungir sem aldnir. Hann hefur sameinað fjölskyldur í gegnum árin og mun halda því ótrauður áfram. Hér gefur að líta sérstaka lúxús útgáfu af honum frá Berglindi Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt.

Við erum afar spennt fyrir þessari útgáfu enda ekki á hverju degi sem maður sér bolognese uppskrift sem inniheldur bæði rauðvín og Worchestershire sósu.

Lúxus spaghetti bolognese
Fyrir 4

  • 2 pokar ferskt spaghetti
  • 500 g nautahakk
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 dós saxaðir tómatar
  • 1 lítil dós tómatpúrra
  • 2 dl rauðvín
  • 1 msk balsamik edik
  • 4 msk worcestershiresósa (má sleppa)
  • 1 tsk grænmetiskraftur
  • 3 tsk reykt paprikukrydd
  • 1 tsk múskat
  • 3 lárviðarlauf
  • salt og pipar
  • fersk basilíka
  • parmesanostur

Aðferð:

  1. Setjið olíu á pönnu og steikið lauk og hvítlauk.
  2. Bætið nautahakkinu saman við og hrærið reglulega þar til nautahakkið hefur brúnast.
  3. Setjið öll hráefnin saman við og hrærið vel saman. Látið malla í 30 mín til klukkustund.
  4. Sjóðið pastað skv leiðbeiningum á pakkingu. Hellið í skál og bætið kjötsósunni saman við.
  5. Stráið saxaðri basilíku og ríflegu magni af parmesan yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka