Ómótstæðilegur kjúklingaréttur með chilí rjómasósu og stökku beikoni

Fullkomin kjúklingaréttur sem á alltaf vel við.
Fullkomin kjúklingaréttur sem á alltaf vel við. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Í ljósi þess að veðrið heldur okkur í heljargreipum er eina vitið að elda eitthvað ómótstæðilegt í kvöldmatinn. Hér kemur réttur sem fellur fullkomlega í flokkinn „huggunarfæði“ eða "comfort-food" eins og það myndi kallast á ensku. Smá kjúlli, dass af rjóma og allskonar gúmmelaði með.... fullkomið á degi sem þessum.

Það er Berglind Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt sem á heiðurinn að þessum rétti.

Ómótstæðilegur kjúklingaréttur með chilí rjómasósu, banana sneiðum og stökku beikoni
Fyrir 4

  • 900 g kjúklingabringur
  • 200 g beikon
  • 2 bananar
  • 200 ml chilísósa, extra heit
  • 500 ml rjómi
  • 1.5 dl salthnetur
  • salt
  • pipar

Aðferð:

  1. Blandið chilísósu og rjóma saman í skál og blandið vel saman.
  2. Steikið beikon þar til stökkt og skerið í bita.
  3. Skerið kjúklinginn í bita og kryddið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn á pönnunni.
  4. Setjið kjúklinginn í ofnfast mót og beikonbitana yfir. Skerið banana í sneiðar og setjið yfir.
  5. Hellið chilí rjómasósunni yfir allt og stráið salthnetum yfir allt.
  6. Setjið í 200°c heitan ofn í 15 mínútur.

Í þennan rétt er hægt er að kaupa tilbúinn kjúklinginn og rífa niður til að flýta fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka