Ef að Berglind Guðmunds segir það þá hlýtur það að vera satt. Við tökum hana allavega trúanlega og ætlum að skella í þessa elsku fyrir kvöldið.
Við ráðleggjum ykkur að gera slíkt hið sama enda getur þessi eftirréttur ekki klikkað.
Gulur, rauður, grænn og salt.
Betri en allt eftirrétturinn
- 3 dl hveiti
- 3 dl smjör, mjúkt
- 3 dl pekanhnetur, saxaðar
- 230 g rjómaostur
- 2 1/2 dl flórsykur
- 500 g sýrður rjómi, t.d. 18% frá Mjólku
- 2 pakkar súkkulaðibúðingur
- 1 l mjólk
Aðferð:
- Hnoðið hveiti og smjör saman og bætið söxuðum pekanhnetum saman við (geymið smá til að setja ofaná). Bakið í 175°c heitum ofni í 20 mínútur. Takið úr ofni og kælið.
- Hrærið rjómaosti og flórsykri saman og bætið 300 g af sýrðum rjóma saman við. Setjið rjómaostablönduna yfir pekanhnetubotninn.
- Blandið mjólkinni saman við búðinginn látið standa aðeins og setjið síðan yfir rjómaostablönduna.
- Setjið afganginn af sýrða rjómanum yfir allt og stráið söxuðum hnetum og súkkulaði yfir. Setjið í kæli og geymið þar til hann er borinn fram. Þennan rétt er frábært að gera deginum áður og geyma í kæli yfir nótt.