Syndsamlegar sælkeradöðlur Júlíu

Döðlur eru fyrristaks snarl sem slá á sykurlöngunina.
Döðlur eru fyrristaks snarl sem slá á sykurlöngunina. mbl.is/Júlía Magnúsdóttir

Hér gefur að líta döðlur frá Júlíu Magnúsdóttur sem hún segir að séu bæði sérlega bragðgóðar auk þess sem þær slái algjörlega á sykurþörfina. Hún sjálf fái sér döðlur oft á kvöldin og í útilegu sem okkur finnst stórsnjallt og hér með köllum við þessar uppskriftir útilegudöðlur.

Júlía heldur úti heimasíðunni Lifðu til fulls þar sem finna má fullt af sniðugum ráðum, upplýsingar um námskeiðin hennar og fleira snjallt. 

Fylltar döðlur í mismunandi útfærslum

Möndusmjör- og súkkulaðidöðlur

Þessar fæ ég mér yfirleitt eftir kvöldmat eða í útileguna. Einfaldar og slá á sykurþörfina.

  • Medjool-döðlur
  • möndlusmjör
  • súkkulaði frá Balance

Pistasíu- og rósablaðadöðlur

Svolítið sparilegar og kvenlegar


  • Medjool-döðlur
  • kasjúhnetusmjör
  • pistasíuhnetur, saxaðar
  • rósablöð (gjarnan notuð í te)

Lakkrísdöðlur

Aðeins fyrir þá sem eru lakkríssjúkir.

  • Medjool-döðlur
  • kæld kókosmjólk eða kasjúhnetusmjör (notið aðeins þykka hluta kókosmjólkur ef hún verður fyrir valinu)
  • lakkríssalt frá Saltverk eða lakkrísduft frá Lakrids (fæst í Epal)

Mangó- og gojidöðlur

Hollar og góðar fyrir mangóaðdáendur.

  • Medjool-döðlur
  • þurrkað mangó, skorið í strimla (frá Himneskri hollustu)
  • gojiber

Aðferð:

  1. Skerið rifu þversum í döðluna og fjarlægið steininn.
  2. Fyllið döðluna með möndlusmjöri eða annarri fyllingu.
  3. Brytjið súkkulaðimola í nokkra bita og raðið ofan á/ dreifið lakkríssalti eða rósablöðum yfir.


Hollráð: Ég kaupi medjool-döðlurnar mínar í kassa frá Costco. Þær eru himneskar. Í staðinn fyrir möndlu- eða kasjúhnetusmjör má nota tahini eða hnetusmjör til að fylla döðluna.

Einstaklega huggulegt snarl.
Einstaklega huggulegt snarl. mbl.is/Júlía Magnúsdóttir
Pistastíu- og rósablaðadöðlur.
Pistastíu- og rósablaðadöðlur. mbl.is/Júlía Magnúsdóttir
Möndlusmjörs- og súkkulaðidöðlur.
Möndlusmjörs- og súkkulaðidöðlur. mbl.is/Júlía Magnúsdóttir
Mangó- og gojiberjadöðlur.
Mangó- og gojiberjadöðlur. mbl.is/Júlía Magnúsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka