Anna Jia haslar sér völl sem bakari

Það er fátt skemmtilegra en að dást að fallegum kökum og það er af nógu af taka. Anna Jia hefur hingað til ekki verið þekktust fyrir bakstur sinn en það er mögulega að breytast. 

Hún stofnaði nýverið Instagram reikning fyrir kökurnar sínar en átti ekki von á þeim viðbrögðum sem hún hefur fengið. Matarvefurinn hafði að sjálfsögðu upp á henni enda erum við afskaplega hrifnar af þessum forkunarfögru kökum sem hún bakar.

Anna sagði að viðtökurnar hafi verið miklu meiri og betri en hún átti von á enda hafi hún hingað til verið mest í að baka fyrir vini og ættingja. Nú hins vegar sé hún að fá pantanir víða að sem sé skemmtilegt.

Þessi kaka hér er í miklu uppáhaldi hjá henni enda bökuð fyrir móður sína.

Fylgist með Önnu á Instagram og inn í MyStory er hægt að sjá hana baka.

Le biscuit

  • 600 g hveiti
  • 200 g kalt smjör skorið í bita
  • 100 g flórsykur
  • 25 g sykur
  • 1 egg
  • vanilludropar (bara smá lögg)
  • smá salt

Aðferð:

  1. Hrærið saman hveiti, sykri, smjöri og salti þar til það fer að mynda litla klumpa.
  2. Setjið þá egg og vanillu saman við þar til það verður að fallegu deigi.
  3. Kælið í ísskáp í svona 40 mínútur.
  4. Fletjið út deigið og skerið út.
  5. Bakið við 180 gráður á blásti í 15-20 mín þar til það er orðið gullið.

Kremið

  • 500 g mascarpone
  • 500 ml rjómi
  • 200 gr flórsykur
  • vanilludropar

Aðferð:

  1. Hræirð öllu vel saman þangað til það verður stíft og gott að vinna með. Passið að hafa mascarpone ekki of kaldan því þá fer hann bara í kekki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert