Sterk útgáfa af hægelduðu grísakjöti (pulled pork)

Þvílíkt sælgæti.
Þvílíkt sælgæti. mbl.is/Hanna Þóra

Þessi uppskrift er formlega það sem kalla skyldi „keppnis". Hér gefur að líta sérlega sælgætisútgáfu af hægelduðu grísakjöti sem ætti að fá meðalmanninn til að gráta af gleði.

Það er Hanna Þóra sem á heiðurinn að þessari uppskrift en inn á heimasíðunni hennar má fá enn nákvæmari leiðbeiningar. 

Sterk útgáfa af hægelduðu grísakjöti (pulled pork)

Dugar fyrir 14-16 (þó ekki sem full máltíð)

Eldamennskan tekur tvo sólarhringa - undirbúningur og eldun. Ekki flókinn réttur en krefst skipulags.

Frábær réttur og þægilegur – bara eitt sem er nauðsynlegt…. vera skipulagður og byrja undirbúninginn tveimur sólarhringum áður en maturinn er framreiddur.

Forvinnsla

Kryddblönduna má laga löngu áður og sama má segja um chilimaukið og barbecuesósuna.  Þegar kjötið er sett í löginn má búa barbecuesósuna til eða jafnvel fyrr þar sem hún geymist vel í kæli.

Kjöt

  • Rúmlega 3 kg svínahnakki (eða svína innralæri)
  • Stór steikarpoki

Lögur/pækill

  • 2 dl síróp
  • 1½ dl salt
  • 2 lítrar heitt vatn

Kryddblanda

  • 2 msk reykt paprikuduft
  • 1 msk cumin
  • 2 tsk fennel fræ
  • 1 msk kóríander
  • 2 – 3 hvítlauksrif
  • 1 tsk cayennepipar
  • 2 tsk salt
  • 1 tsk mulinn svartur pipar
  • 1 msk chiliduft

Barbiquesósa

  • 2 stk chili (það er allt í lagi þó að það sé ekki alveg þurrt)
  • 1 gulur laukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 gulrót
  • 1 sellerístilkur
  • ½ dl olía
  • ½ dl muscovado sykur (dökkur)
  • 2 tsk reykt paprikuduft
  • 1 dl tómatpúrra
  • 5 litlir tómatar – skornir í bita
  • 1½ msk worcestersósa
  • ½ dl balsamik edik
  • Vatn af chilimaukinu (sjá 7. í Barbecusesósa)
  • ½ – 1 msk reykt whisky (má sleppa)
  • Salt og pipar

Hugmyndir að meðlæti

Heimagert chilimajó

Rauðkál – skorið í þunnar sneiðar

Lime – skorið í báta

Salsa

Salat og grænmeti

Avókadósósa

Tortillur – Heimagerðar tortillur

Hamborgarabrauð – Heimagerð hamborgarabrauð

VERKLÝSING

Lögur

Allt sett í pott og hrært þar til sírópið og saltið er leyst upp (gott að hafa aðeins hita á hellunni). Látið kólna. Kjötið sett í steikarpoka og blöndunni hellt í pokann – reyna að ná öllu lofti úr og pokanum lokað. Látið standa í kæli 12 -14 klukkustundir

Kryddblanda

Öllu blandað saman og maukað í matvinnsluvél

Barbecuesósa

Chili sett á heita pönnu – látið vera þar í 3 – 4 mínútur og snúið við reglulega svo það brenni ekki

Vatni hellt yfir (2 – 3 dl) og látið sjóða í 5 – 6 mínútur með loki yfir

Chili tekið upp úr og látið kólna. Ekki henda vatninu – það má nota í pottrétti eða sósur.  Ég hef oft notað það til að þynna sósuna

Stilkar teknir af og chili fræhreinsuð.  Chili saxað mjög smátt eða sett í matvinnsluvél – lagt til hliðar

Laukur, hvítlaukur, gulrót og sellerí sett í matvinnsluvél og maukað aðeins

Olía sett í pott og blöndunni hellt út í.  Steikt á meðalhita þar til laukurinn og selleríið verður glansandi – gott að hræra reglulega

Muscaovado sykur, paprikuduft og tómatpúrra sett út í og hitinn hækkaður í nokkrar mínútur

Tómötum bætt við ásamt worcestersósu, balsamediki, chilisoðinu og aðeins af whisky (má sleppa) – látið sjóða í 30 mínútur. Hræra í öðru hvoru – ef blandan er of þurr er gott að setja aðeins meira af chilisoðinu eða bara aðeins vatn

Maukað með töfrasprota, kryddað með salti og pipar og látið malla á meðalhita í 15 – 20 mínútur þar til blandan er orðin þykk

Steiking

Kjötið tekið úr kæli og leginum hellt af. Þerrað með eldhúspappír – einnig gott að þurrka aðeins innan úr pokanum

Kryddblöndunni makað á allt kjötið og það síðan sett aftur í steikarpokann

Ofninn stilltur á 80°C og kjötið steikt í 12 – 16 klukkustundir

Kjötið tekið úr pokanum og tætt í sundur með tveimur göfflum

Ofninn hitaður í 200°C – barbecuesósu dreift yfir og kjötið grillað þar til kominn er fallegur litur.

Það fá ábyggilega margir fyrir hjartað þegar þeir sjá þetta.
Það fá ábyggilega margir fyrir hjartað þegar þeir sjá þetta. mbl.is/Hanna Þóra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert