Vanillukaka fyrir veisluna

Ótrúlega hugguleg kaka sem allir ættu að ráða við að …
Ótrúlega hugguleg kaka sem allir ættu að ráða við að gera. mbl.is/Berglind Hreiðars

Und­ir­rituð veit fátt skemmti­legra en að dást að fal­legu kök­un­um henn­ar Berg­lind­ar Hreiðars á Gotteri og ger­sem­ar enda er hún af­burðarfl­ink – svo ekki sé fast­ar að orðið kveðið. 

Ég viður­kenni fús­lega að ég er með tölu­vert "naked cake"-blæti en fyr­ir þá sem eru ekki al­veg með tungu­takið á hreinu eru slík­ar kök­ur þannig að það sést í kök­una sjálfa, það er að segja kak­an er ekki full­hjúpuð með kremi. 

Þessi skreyt­ing­araðferð er vin­sæl og kem­ur skemmti­lega út eins og sést hér hjá Berg­lindi sem er með ein­falda vanillu­köku skreytta á þann hátt. Marg­ur gæti haldið að það væri ekki jafn­spari­legt og hefðbund­inn smjörkrems- eða syk­ur­massa­hjúp­ur en ég er al­veg á því að all­ar þess­ar út­gáf­ur eru jafn­gjald­geng­ar í hvaða veislu sem er. 

Berg­lind skreyt­ir hér með makkarón­um og fersk­um blóm­um og minn­ir les­end­ur á að setja plast á end­ann á blóm­un­um áður en þeim er stungið í kök­una. 

At­hugið að þeir sem hafa áhuga á að læra réttu hand­tök­in þá er Berg­lind með nám­skeið á næst­unni. Und­ir­rituð fór á eitt slíkt og leyf­ir sér að full­yrða að lífið sé tölu­vert betra á eft­ir. 

Einstaklega sparileg og fögur kaka.
Ein­stak­lega spari­leg og fög­ur kaka. mbl.is/​Berg­lind Hreiðars

Vanillukaka fyrir veisluna

Vista Prenta

Kaka

  • 1 x Betty Crocker vanillumix

Aðferð:

  1. Blandið kökumix­inu sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka og skiptið í 3 x 15 cm stór köku­form og kælið botn­ana.
  2. Skerið ofan af hverj­um botni það sem þarf til þess að þeir verði vel slétt­ir og stafl­ist bet­ur.

Krem

  • 125 gr. smjör (við stofu­hita)
  • 400 gr. flór­syk­ur
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • 2 msk. síróp (pönnu­kökus­íróp)

Aðferð:

  1. Setjið öll hrá­efn­in nema flór­syk­ur í hræri­vél­ar­skál­ina og hrærið vel sam­an. Bætið þá flór­sykri sam­an við í litl­um skömmt­um, skafið niður á milli og hrærið þar til slétt og fal­legt.
  2. Smyrjið góðu lagi af kremi á milli botn­anna (2 lög) og þunnu lagi á topp­inn til að binda alla köku­mylsnu þar.

Skreyt­ing

  • 1 dós Betty Crocker Vanilla Frost­ing
  • 125 gr. flór­syk­ur
  • Fersk blóm og makkarón­ur

Aðferð:

  1. Blandið sam­an Betty frost­ing og flór­sykri.
  2. Smyrjið þunnu lagi utan um alla kök­una og yfir vanillukremið á toppn­um. Þið viljið fá þekj­andi og fal­lega áferð á topp­inn en skafa vel af hliðunum svo það sjá­ist í hliðarn­ar á kök­unni.
  3. Klippið blóm til, plastið end­ana og stingið í kök­una ásamt makkarón­um.
Kakan fer sérlega vel á fæti.
Kak­an fer sér­lega vel á fæti. mbl.is/​Berg­lind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert