Undirrituð veit fátt skemmtilegra en að dást að fallegu kökunum hennar Berglindar Hreiðars á Gotteri og gersemar enda er hún afburðarflink – svo ekki sé fastar að orðið kveðið.
Ég viðurkenni fúslega að ég er með töluvert "naked cake"-blæti en fyrir þá sem eru ekki alveg með tungutakið á hreinu eru slíkar kökur þannig að það sést í kökuna sjálfa, það er að segja kakan er ekki fullhjúpuð með kremi.
Þessi skreytingaraðferð er vinsæl og kemur skemmtilega út eins og sést hér hjá Berglindi sem er með einfalda vanilluköku skreytta á þann hátt. Margur gæti haldið að það væri ekki jafnsparilegt og hefðbundinn smjörkrems- eða sykurmassahjúpur en ég er alveg á því að allar þessar útgáfur eru jafngjaldgengar í hvaða veislu sem er.
Berglind skreytir hér með makkarónum og ferskum blómum og minnir lesendur á að setja plast á endann á blómunum áður en þeim er stungið í kökuna.
Athugið að þeir sem hafa áhuga á að læra réttu handtökin þá er Berglind með námskeið á næstunni. Undirrituð fór á eitt slíkt og leyfir sér að fullyrða að lífið sé töluvert betra á eftir.
Kaka
Aðferð:
Krem
Aðferð:
Skreyting
Aðferð: