Ítalskar kjötbollur með ricotta og beikoni

Gómsætar kjötbollur hér með spaghetti.
Gómsætar kjötbollur hér með spaghetti. mbl.is/Sigurveig Káradóttir

Ítalskar kjötbollur slá alltaf í gegn enda mikið lostæti. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Sigurveigar Káradóttur sem þykir mikill meistarakokkur. 

Uppskriftin ætti að vera á allra færi og fullkomin í kvöldmatinn - sama hvort það er mánudagur eða föstudagur. 

Matarblogg Sigurveigar. 

Ítalskar kjötbollur með ricotta og beikoni

  • 1 kg nautahakk
  • 300 gr ricotta
  • 1 búnt steinselja
  • 2 egg
  • 150 gr brauðraspur
  • 6-7 sneiðar beikon
  • 1 lítill laukur
  • 3-4 hvítlauksrif
  • 200 gr parmesan
  • 50 ml ólífuolía
  • oregano, sjávarsalt, hvítur og svartur pipar, nýmalað chilli…nóg af hverju – eftir smekk það er.

Aðferð:

Þetta fór sem sé allt í bollurnar. Að auki er 1 dós af tömötum, meiri parmesan, ólífuolía til að steikja laukinn og steinselja yfir…ok?

Og spaghetti eða annað pasta.

Steikja laukinn og beikonið í ólífuolíu og hafa allt fremur smátt skorið. Hvítlaukurinn á pönnuna alveg undir rest svo hann brenni ekki.

Bæta þessu í hakkið ásamt eggjum, raspi, ricotta, parmesan og vissulega kryddum og steinselju.

Krydda vel – þær þola það alveg;)

Steikja á öllum hliðum svo þær fái lit – setja í eldfast mót – 1 dós af hökkuðum tómötum yfir eða passata tómatsósu – parmesan yfir allt – inn í ofn þar til gullið. 200 gráður – þar til farið er að krauma vel í öllu!

Tilvalið að sjóða pastað á meðan.

Smá steinselju yfir allt og kalla “matur”!

Verði ykkur að góðu:)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka