Djúsí pönnupítsa með gómsætu áleggi

Fullkominn kósímatur.
Fullkominn kósímatur. mbl.is/Linda Ben

Veðurfræðilegar aðstæður hafa eiginlega hagað því þannig að best er að skella í góða pítsu í kvöld. Eða góðan kósí mat eins og við elskum að borða á svona dögum.

Þessi pönnupítsa er sérstaklega girnileg enda kemur hún úr smiðju Lindu Ben. Að sjálfsögðu má setja hvaða álegg sem er á pítsuna en að örðu leiti er uppskriftin skotheld.

Linda segir að uppsrkftin gefi tvær pönnupítsur. Hún sjálf elski chorizo og vilji það fremur en pepperóní. Jafnframt vilji hún ólífur með steini fremur en steinlausar þar sem þær séu þéttari í sér. Þetta sé hins vegar algjört smekksatriði en hér er uppskrftin - njótið vel!

Djúsí pönnupítsa með gómsætu áleggi

Pizzadeig:

  • 1 kg hveiti (mér finnst gott að blanda saman 60/40 hveiti og heilhveiti)
  • 12 g þurrger (einn poki)
  • 650 ml volgt vatn
  • ½ dl ólífu olía frá Filippo Berio
  • 1 msk sykur
  • 1 tsk salt

Pizzasósa:

  • 1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 2 msk ólífu olía
  • 1 msk ólífu olía frá Filippo Berio
  • 1 tsk balsamik vinegar
  • ¾ tsk salt
  • Svartur pipar eftir smekk

Álegg:

  • 2 stórar mozarella kúlur
  • Chorizo (u.þ.b. 16 sneiðar)
  • 1 elduð kjúklingabringa
  • ¼ rauðlaukur
  • u.þ.b. 30 stk grænar ólífur með steini
  • ½ rauð paprika
  • ½ tsk þurrkað oreganó
  • Salt og pipar
  • Hvítlauksolía (2 hvítlauksgeirar skornir smátt ofan í 1 dl Filippo Berio ólífu olíu)
  • Parmesan ostur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa deigið með því að setja ger og sykur út í volgt vatn. Hrærið því svo saman við hveitið ásamt ólífu olíu, hnoðið deigið í dálitla stund. Deigið á að verða klístrað án þess að það límist við puttana og gefa vel eftir, sé potað í það. Látið það hefast á volgum stað þangað til það hefur um það bil tvöfaldast í stærð.
  2. Kveikið á ofninum og stillið á 220ºC. Útbúið sósuna með því að setja öll sósu innihaldsefnin í blandara og blandið vel saman, smakkið til með kryddunum. Skiptið pizzadeiginu í tvo hluta.
  3. Smyrjið steipujárns pönnu vel með Filippo Berio ólífu olíu. Setjið annan hlutan af deiginu ofan í pönnuna og fletjið það út með því að þrýsta því vel út í alla kanta, deigið má endilega ná svolítið upp á hliðar pönnunnar.
  4. Næst setjiði vel af sósu á pizzuna, skerið mozarella kúlur í sneiðar (líka hægt að rífa hana bara), skerið rauðlaukinn í sneiðar og dreifið helmingnum af honum yfir.
  5. Setjið u.þ.b. 8 sneiðar chorizo á pizzuna og rífið helminginn af kjúklingabringunni yfir. Skerið paprikuna smátt niður og setjið helminginn yfir ásamt nokkrum ólífum.
  6. Kryddið með oreganó, salti og pipar. Bakið inn í ofni í neðstu stöðu, í um það bil 20 mín eða þangað til botninn er bakaður í gegn og osturinn gullin. Dreifið hvítlauksolíu yfir, eftir smekk og rífið parmesan ost yfir. Endurtakið ferlið fyrir hinn helminginn af pizzadeiginu.
Hér er verið að setja áleggið á pítsuna.
Hér er verið að setja áleggið á pítsuna. mbl.is/Linda Ben
Pítsan tilbúin.
Pítsan tilbúin. mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert