Fullkomið lasagne Evu Laufeyjar

mbl.is/Eva Laufey

Konan sem átti vinsælustu uppskriftina á Matarvefnum í fyrra er hér mætt með sjóðheita lasagna uppskrift sem hún fullyrðir að sé fullkomin. Það er að sjálfsögðu hin eina sanna Eva Laufey Hermannsdóttir Kjaran sem um ræðir en hún segist elska að búa til gott lasagne með mörgum tegundum af osti þar sem hún elski fátt heitar en ost. 

Hún segist ætíð gera stóran skammt af lasagna. Gott sé að skera afganginn í nokkra bita og frysta. 

Heimasíðu Evu Laufeyjar er hægt að nálgast hér

Fullkomið Lasagne með nóg af ostum
Fyrir 4-6

  • 1 msk ólífuolía
  • 1 stilkur sellerí
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 10 sveppir
  • 800 g nautahakk
  • Salt og pipar
  • 1 msk smátt söxuð steinselja
  • 1 msk smátt söxuð basilíka
  • Spínat
  • 2 krukkur maukaðir tómatar frá merkinu Ítalía (hver krukka 425g)
  • Handfylli fersk basilíka (..já aftur meiri basilíka)
  • 1 kjúklingateningur
  • Rifinn mozzarella ostur
  • Parmesan ostur
  • 200 g kotasæla
  • Lasagne plötur

AÐFERÐ:

  1. Hitið ólífuolíu í stórum og góðum potti (megið auðvitað nota pönnu en mér finnst best að gera þetta allt saman í einum potti)
  2. Skerið sellerí, lauk, hvítlauk og sveppi mjög smátt og steikið við vægan hita í 1 – 2 mínútur.
  3. Setjið hakkið út í pottinn og steikið, kryddið til með salti og pipar.
  4. Bætið kryddjurtum út í pottinn og steikið áfram þar til hakkið er eldað í gegn.
  5. Því næst fara maukaðir tómatar út í pottinn ásamt handfylli af basilíku, spínati og kjúklingatening. Hrærið vel í hakkblöndunni og leyfið þessu að malla við vægan hita í 10 – 15 mínútur. Ef ykkur finnst sósan of þykk er gott að bæta við soðnu vatni.
  6. Hitið ofninn í 180°C.
  7. Setjið 1/3 af hakkblöndunni í eldfast mót, setjið mozzarella, parmesan og svolítið meira af spínati yfir. Því næst raðið þið lasagne plötum yfir (mér finnst best að nota ferskar). Setjið nokkrar skeiðar af kotusælu yfir lasagne plöturnar, dreifið vel úr og endurtakinn leikinn þar til eruð komin með þetta fína lasagne í nokkrum lögum.
  8. Stráið mozzarella og nýrifnum parmesan osti yfir í lokin og bakið við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.
  9. Það er nauðsynlegt að leyfa lasagne að kólna vel áður en þið berið það fram. Ferskt salat og hvítlauksbrauð er fullkomið meðlæti.
mbl.is/Eva Laufey
Eva Laufey nýtur mikilla vinsælda enda afbragðs kokkur.
Eva Laufey nýtur mikilla vinsælda enda afbragðs kokkur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert