Fullkomið lasagne Evu Laufeyjar

mbl.is/Eva Laufey

Kon­an sem átti vin­sæl­ustu upp­skrift­ina á Mat­ar­vefn­um í fyrra er hér mætt með sjóðheita lasagna upp­skrift sem hún full­yrðir að sé full­kom­in. Það er að sjálf­sögðu hin eina sanna Eva Lauf­ey Her­manns­dótt­ir Kjaran sem um ræðir en hún seg­ist elska að búa til gott lasagne með mörg­um teg­und­um af osti þar sem hún elski fátt heit­ar en ost. 

Hún seg­ist ætíð gera stór­an skammt af lasagna. Gott sé að skera af­gang­inn í nokkra bita og frysta. 

Heimasíðu Evu Lauf­eyj­ar er hægt að nálg­ast hér

Fullkomið lasagne Evu Laufeyjar

Vista Prenta

Full­komið Lasagne með nóg af ost­um
Fyr­ir 4-6

  • 1 msk ólífu­olía
  • 1 stilk­ur sell­e­rí
  • 1 lauk­ur
  • 2 hvít­lauksrif
  • 10 svepp­ir
  • 800 g nauta­hakk
  • Salt og pip­ar
  • 1 msk smátt söxuð stein­selja
  • 1 msk smátt söxuð basilíka
  • Spínat
  • 2 krukk­ur maukaðir tóm­at­ar frá merk­inu Ítal­ía (hver krukka 425g)
  • Hand­fylli fersk basilíka (..já aft­ur meiri basilíka)
  • 1 kjúk­linga­ten­ing­ur
  • Rif­inn mozzar­ella ost­ur
  • Par­mes­an ost­ur
  • 200 g kota­sæla
  • Lasagne plöt­ur

AÐFERÐ:

  1. Hitið ólífu­olíu í stór­um og góðum potti (megið auðvitað nota pönnu en mér finnst best að gera þetta allt sam­an í ein­um potti)
  2. Skerið sell­e­rí, lauk, hvít­lauk og sveppi mjög smátt og steikið við væg­an hita í 1 – 2 mín­út­ur.
  3. Setjið hakkið út í pott­inn og steikið, kryddið til með salti og pip­ar.
  4. Bætið kryd­d­jurt­um út í pott­inn og steikið áfram þar til hakkið er eldað í gegn.
  5. Því næst fara maukaðir tóm­at­ar út í pott­inn ásamt hand­fylli af basilíku, spínati og kjúk­linga­ten­ing. Hrærið vel í hakk­blönd­unni og leyfið þessu að malla við væg­an hita í 10 – 15 mín­út­ur. Ef ykk­ur finnst sós­an of þykk er gott að bæta við soðnu vatni.
  6. Hitið ofn­inn í 180°C.
  7. Setjið 1/​3 af hakk­blönd­unni í eld­fast mót, setjið mozzar­ella, par­mes­an og svo­lítið meira af spínati yfir. Því næst raðið þið lasagne plöt­um yfir (mér finnst best að nota fersk­ar). Setjið nokkr­ar skeiðar af kot­u­sælu yfir lasagne plöt­urn­ar, dreifið vel úr og end­ur­tak­inn leik­inn þar til eruð kom­in með þetta fína lasagne í nokkr­um lög­um.
  8. Stráið mozzar­ella og nýrifn­um par­mes­an osti yfir í lok­in og bakið við 180°C í 30 – 35 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er gull­in­brúnn.
  9. Það er nauðsyn­legt að leyfa lasagne að kólna vel áður en þið berið það fram. Ferskt sal­at og hvít­lauks­brauð er full­komið meðlæti.
mbl.is/​Eva Lauf­ey
Eva Laufey nýtur mikilla vinsælda enda afbragðs kokkur.
Eva Lauf­ey nýt­ur mik­illa vin­sælda enda af­bragðs kokk­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert