Ostafylltar snakkpaprikur á grillið

Svona líta partýpaprikur út.
Svona líta partýpaprikur út. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Þessar stórsnjöllu paprikur eru sannkallaðar partýpaprikur. Fylltar af brie-osti er ekki hægt að ímynda sér betra meðlæti á grillið. 

Þessar paprikur eru úr smiðju Læknisins í eldhúsinu sem heitir réttu nafni Ragnar Freyr Ingvarsson. Þessar paprikur bauð hann upp á með þessari ljúffengu steik.

Ostafylltar snakkpaprikur á grillið

  • fjórar snakkpapríkur
  • 4 msk. hvítlauksolía
  • 1/2 brie-ostur
  • handfylli af geitaosti
  • salt og pipar
Aðferð:
Skerið paprikurnar til helminga og leggið í álbakka. 
Penslið með hvítlauksolíu og leggið ostinn ofan á. 
Bakið á grillinu við óbeinan hita í 30 mínútur. 
Paprikurnar tilbúnar á grillið.
Paprikurnar tilbúnar á grillið. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
Paprikurnar eru sérlega girnilegar að sjá þegar þær koma af …
Paprikurnar eru sérlega girnilegar að sjá þegar þær koma af grillinu. mlb.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert