Æðisleg bleikja á 15 mínútum

Sérlega sumarlegur og girnilegur réttur.
Sérlega sumarlegur og girnilegur réttur. mbl.is/Eva Laufey

Það er fátt sum­ar­legra og bragðbetra en þessi frá­bæri bleikju­rétt­ur sem hér er mat­reidd­ur á pönnu en má að sjálf­sögðu grilla líka ef svo ber við. 

Það er síðan mangósalsað sem set­ur punkt­inn yfir i-ið en það er bæði ferskt og fá­rán­lega gott. 

Þessi upp­skrift er úr smiðju Evu Lauf­eyj­ar og eins og aðdá­end­ur henn­ar vita þá klikk­ar hún ekki. 

Heimasíðu Evu Lauf­eyj­ar er hægt að nálg­ast HÉR.

Æðisleg bleikja á 15 mínútum

Vista Prenta

Æðis­leg bleikja með mangósalsa

Fyr­ir 2  – 3

  • 2 bleikju­flök , bein­hreinsuð
  • Salt og pip­ar
  • Ólífu­olía
  • Smjör

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu, kryddið fisk­inn með salti og pip­ar og leggið á pönn­una (roðið fyrst niður) Steikið þar til fisk­ur­inn er hálfeldaður og roðið stökkt, snúið við og klárið eld­un­ina í 2 – 3 mín­út­ur.
  2. Setjið smjör út á pönn­una í lok­in, og nóg af því!

Á meðan fisk­ur­inn er á pönn­unni er óhætt að út­búa meðlætið, spínat og mangósalsa!

Mangósalsa

  • 1 mangó
  • 2 tóm­at­ar
  • 1 stilk­ur vor­lauk­ur
  • 1 lárpera
  • Hand­fylli kórí­and­er
  • Salt og pip­ar
  • Góð ólífu­olía
  • Saf­inn úr hálfri límónu

Aðferð:

  1. Skerið hrá­efnið mjög smátt og blandið öllu sam­an í skál, kreistið límónusafa og hellið ol­í­unni yfir hrá­efn­in og blandið öllu mjög vel sam­an.
  2. Skolið og þerrið spínat, leggið á fat og því næst fer heiti fisk­ur­inn sem um leið mýk­ir spínatið og verður þar af leiðandi volgt og gott.
  3. Hellið síðan salsa yfir fisk­inn og kreistið gjarn­an safa úr límónu yfir rétt­inn í lok­in.

VOILA!!

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert