Tobba Marínós
Ég fór mína árlega sumarblómaferð á Flúðir fyrir skemmstu en þangað keyrum við mæðgur alltaf í sumarblómainnkaupaleiðangur. Að þessu sinni stoppuðum við í hádegisverð á Flúðasveppaveitingahúsinu Farmers Bistró. Ákaflega skemmtilegur veitingastaður þar sem nýuppteknir sveppir eru í aðalhlutverki.
Guðdómleg sveppasúpa og gulrótaís! Þar er einnig hægtað gera dúndurgóð sveppakaup og kaupa 2 flokk á sveppum á 600 kr. kg. Með bílinn fullan af sumarblómum og sveppum brunuðum við heim og ég skellti í þetta sérlega sveppasalat. Je dúddemía hvað sveppirnir voru góðir enda nýuppteknir.
AÐFERÐ:
<br/>Skerið grænmetið í grófa bita. Steikið sveppina og hvítlaukinn í 2 mínútur upp úr smjöri. Hellið vatninu sem kemur af sveppunum af pönnunni. Bætið við aspas og spínati og síðari msk af smjörinu. Léttsteikið við háan hita en gætið þess að aspasinn sé enn stökkur. Saltið og piprið og berið fram.