HM partíréttir Evu Laufeyjar: Ofnbakaðar camembertsnittur

Snitturnar tilbúnar úr ofninum.
Snitturnar tilbúnar úr ofninum. mbl.is/Eva Laufey

Eva Lafuey undirbýr sig fyrir leik aldarinnar eins og við hin og hér gefur að líta uppskrift úr hennar smiðju þar sem ostur er í aðalhlutverki. Einfaldur og góður réttur sem getur ekki klikkað.

Heimasíðu Evu Laufeyjar má nálgast HÉR.

Ofnbakaðar brauðsnittur með hvítmygluosti og mangó chutney

  • 1 snittubrauð
  • Dala kollur
  • Mangó chutney
  • Steinselja

Aðferð:

  1. Skerið snittubrauðið í jafn stórar sneiðar.
  2. Leggið eina til tvær ostsneiðar yfir hverja brauðsneið.
  3. Setjið góða matskeið af mangó chutney yfir ostinn.
  4. Bakið við 180°C í 5 – 7 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.
  5. Skreytið snitturnar með steinselju og berið strax fram.
  6. Ofboðslega einfalt og gott. Tilvalið þegar þið eigið von á gestum með skömmum fyrirvara eða þegar þið viljið gera vel við ykkur á köldu vetrarkvöldi.
Hér eru snitturnar tilbúnar inn í ofn.
Hér eru snitturnar tilbúnar inn í ofn. mbl.is/Eva Laufey
Gott snittubrauð er nauðsynlegt.
Gott snittubrauð er nauðsynlegt. mbl.is/Eva Laufey
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert