Æðislegur lax með fetaosti og jarðarberjum

mbl.is/Linda Ben

Það er fátt betra á degi sem þessum en gómsætur lax sem við kjósum að kalla lúxuslax. Hér er um að ræða ákaflega skemmtilega bragðsamsetningu sem við hvetjum ykkur til að prófa - þó ekki væri nema bara til að lyfta ykkur aðeins upp. Jarðarber og fetaostur tóna hér skemmtilega saman og útkoman er alveg hreint frábær.

Það er meistari Linda Ben sem á þessa uppskrift en matarbloggið hennar má nálgast HÉR.

mbl.is/Linda Ben

Æðislegur lax með fetaosti og jarðarberjum

  • 800 g lax
  • salt
  • sítrónupipar
  • ½ krukka fetaostur
  • franskar baunir
  • 10 jarðarber
  • 1 stk. vorlaukur
  • safi úr ½ lime

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC.
  2. Skerið laxinn í bita og kryddið hann vel með salti og sítrónupipar eftir smekk. Setjið franskar baunir með í eldfasta mótið, kryddið þær líka örlítið.
  3. Setjið fetaost yfir laxinn og frönsku baunirnar, bakið inni í ofni í um það bil 20 mín. eða þangað til laxinn er eldaður í gegn.
  4. Á meðan laxinn er inni í ofninum útbúið þá jarðarberjasalsað með því að skera jarðarberin í bita og vorlaukinn smátt niður.
  5. Blandið því saman í skál og kreistið hálfa lime yfir.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka