Afmælisboðið sem verður aldrei toppað

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Svei mér þá... sumt fólk (nefni engin nöfn á þessu stigi málsins) er svo flinkt að baka að okkur hinum (nefni engin nöfn) liggur við aðsvifi af aðdáun. 

Þessi kona sem á heiðurinn af þessu ruglpartíi sem við sjáum hér myndir af er engin önnur en Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is og ef þið haldið að hún sé annaðhvort platmanneskja eða snargalin þá get ég staðfest að það er hún alls ekki. 

Þess í stað eru hún afburðabakari með einstaka ást á kökugerð eins og sjá má. Svo er hún líka svo smekkleg, sem hjálpar töluvert til en undirrituð getur vottað að það er ekki það sama að baka góða og fallega köku - bara nákvæmlega enginn samnefnari þar. 

Tilefnið var eins árs afmælisveisla Huldu Sifjar en í leiðinni var afmæli eldri systur hennar, Elínar Heiðu, fagnað með formlegum hætti. 

Myndirnar tala sínu máli en uppskriftirnar er flestar að finna hér að neðan.

Rice Krispies-kökur

  • 50 g smjörlíki
  • 150 g suðusúkkulaði
  • 5 msk. síróp
  • Rice Krispies

Ég gerði uppáhalds-hrískökuuppskriftina mína, smurði henni út á bökunarpappír (hafið bretti/bakka undir svo auðveldara sé að koma í kæli) og mótaði ílangan rétthyrning (ekki fullkominn samt) með fingrunum. Íspinnaprikunum er því næst stungið í báðum megin og með jöfnu millibili, reynið að hitta í miðjuna á blöndunni svo ekki sjáist í prik öðruhvorumegin þegar búið er að kæla, þrýstið með fingrunum þegar þetta er unnið svo prikin festist betur. Setjið í kæli í um 30-60 mín. og skerið svo þvert yfir og því næst á milli prika til þess að slíta „ísana“ í sundur.

Allt sett saman í pott nema Rice Krispies. Hitað þar til bráðið og ég leyfi þessu alltaf að „sjóða“ í um eina mínútu og hræri vel í á meðan því þá festist blandan betur saman þegar hún kólnar. Takið því næst af hellunni í nokkrar mínútur og bætið Rice Krispies útí, hrærið vel á milli og bætið svo meiru við eftir þörfum.

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Afmæliskakan sjálf var tveggja hæða súkkulaðikaka, skreytt með smjörkremi.
Afmæliskakan sjálf var tveggja hæða súkkulaðikaka, skreytt með smjörkremi. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Við skelltum í eina aukaköku til þess að báðar fengju …
Við skelltum í eina aukaköku til þess að báðar fengju nú að blása á kerti á „sinni“ köku og hér er á ferðinni lítil og krúttleg súkkulaði „naked cake“. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Elín Heiða fékk fallega hvíta skautastelpu á sína köku en …
Elín Heiða fékk fallega hvíta skautastelpu á sína köku en merkingin kemur frá Hlutprent. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Hér eru á ferðinni gulrótarköku bollakökur (Betty gulrótarkökumix) og gult …
Hér eru á ferðinni gulrótarköku bollakökur (Betty gulrótarkökumix) og gult smjörkrem ásamt smá sykurskrauti. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Marmara kökupinnar sem Berglind var að prófa í fyrsta skipti. …
Marmara kökupinnar sem Berglind var að prófa í fyrsta skipti. Um er að ræða vanillu kökupinna (Betty vanillu kökumix og vanillu krem) sem dýft er í gult og hvítt Candy melts til að fá fallega marmaraáferð. Berglind var með hvítt bráðið Candy melts sem hún setti síðan alltaf smá og smá af gulu saman við og dýfði í gegnum báða liti í einu og út kom skemmtilega mismunandi marmaramynstur. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Litlar dúllur standa alltaf fyrir sínu. Mini súkkulaði bollakökur með …
Litlar dúllur standa alltaf fyrir sínu. Mini súkkulaði bollakökur með hvítu smjörkremi sem sprautað er á með stút 2D frá Wilton, kökuskrauti stráð yfir og að lokum M&M á toppinn. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Á fullorðinsborðinu var síðan að finna þessa hér, sem Berglind …
Á fullorðinsborðinu var síðan að finna þessa hér, sem Berglind segir að séu uppáhalds súkkulaði kökupinnarnir hennar. Það er eitthvað við þetta Rice Krispies og súkkulaði í bland. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Þessir dúllulegu „donuts“ eru sykurpúða hrískökur, hringirnir snúnir út með …
Þessir dúllulegu „donuts“ eru sykurpúða hrískökur, hringirnir snúnir út með plastglasi og svo sleif notuð til að búa til holu í miðjuna. Þeir síðan kældir og að lokum dýft í hvítt Candy melts og kökuskrauti stráð yfir, þetta sló alveg í gegn! mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Elín Heiða og Hulda Sif.
Elín Heiða og Hulda Sif. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Gult og fallegt.
Gult og fallegt. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Gamla góða Egils ananasþykknið í vatni slær alltaf í gegn …
Gamla góða Egils ananasþykknið í vatni slær alltaf í gegn hjá krökkunum og að þessu sinni settum við nokkrar ferskar ananassneiðar út í. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Hér erum við með Rice Krispies „ís“ sem búið er …
Hér erum við með Rice Krispies „ís“ sem búið er að dýfa í hvítt og síðan gult Candy melts, uppskrift og aðferð að finna hér að ofan. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Einnig voru nokkrir einfaldir gulir kökupinnar gerðir á hvolfi með …
Einnig voru nokkrir einfaldir gulir kökupinnar gerðir á hvolfi með sykurskrauti og sykurmassafiðrildum. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert