Grillað lamb með rosalegu kryddsmjöri

mbl/Arnþór Birkisson

Það er fátt betra á grillið en góð lambasteik og hér getur að líta uppskrift frá hinum eina sanna  Hafliða Halldórssyni  sem veit nú meira en flestir hvernig best er að matreiða lamb.

Hafliði fer hér víða og bragðsamsetningarnar ættu að gleðja matgæðinga enda afar snjallar eins og hans er von og vísa.

Grillað lamb með sítrónu- og rósmarínmarineringu
Fyrir fjóra
  • 2 pk. lambasteikur, mínútusteikur 200 gr hver pakki
  • 4 msk. ferskur sítrónusafi
  • 4 tsk. sítrónubörkur
  • 1 ½ tsk. saxað ferskt rósmarín
  • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • Nýmulinn svartur pipar
  • 200 ml. repjuolía

Aðferð:

Blandið sítrónusafa, sítrónuberki, rósmarín og hvítlauk í matvinnsluvél ásamt olíunni. Kryddið með salti og svörtum pipar. Marinerið kjötið í blöndunni í að minnsta kosti 10 mínútur.

Grillið í 2 mínútur á hvorri hlið, hvílið í 5 mínútur og berið fram.

Kryddsmjör

  • 160 gr. mjúkt smjör
  • 2 msk. fersk steinselja
  • 2 msk. ferskt estragon
  • 2 msk. ferskur graslaukur
  • 2 msk. Dijon sinnep
  • 2 msk. korna sinnep

Blandið saman í skál, setjið á bökunarpappír og rúllið upp í sívalning og kælið. Skorið í mátulega bita við notkun.

Salat með rauðkáli og fennel (slaw)

  • 4 bollar rauðkál skorið í þunnar sneiðar
  • 2 stk fennel í þunnum sneiðum
  • 1 grænt epli
  • 2 msk rifin fersk piparrót
  • 4 msk repjuolía
  • 2 msk eplaedik

Aðferð:

Blandað og smakkað til með salti og pipar, má gera deginum áður og láta bíða í kæli yfir nótt.

Hafliði Halldórsson meistarakokkur.
Hafliði Halldórsson meistarakokkur. mbl/Arnþór Birkisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert