Hélt útskriftarveislu fyrir sjálfa sig

Mikið úrval alls kyns eftirrétta var í boði.
Mikið úrval alls kyns eftirrétta var í boði. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Berglind Hreiðarsdóttir sem er einn mesti kökugerðarsnillingur þessa lands og heldur úti hin æsispennadi matarbloggi Gotterí & gersemar útskrifaðist á dögunum með MPM meistaragráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Berglind er - eins og flestir vita - afar flink í að halda veislur en segist vart nenna því fyrir sjálfa sig. Þó hafi hún ákveðið að láta slag standa í þetta skiptið því ef þetta væri ekki tilefni til að skála þá vissi hún ekki hvenær það ætti að vera. Hún bauð því til sín góðum hópi kvenna og úrkoman var veisla sem seint líður úr minni.

„Mig hefur lengi langað til að prófa að útbúa eftirréttarturn þar sem alls konar litlum bitum er blandað saman á nokkrum hæðum. Ég útbjó mini pavlour, brownie bita, marengstoppa, súkkulaðimús, bollakökur og keypti frosnar makkarónur þar sem ég hafði ekki tíma til að baka slíkar. Inn á milli setti ég síðan blóm og ber og á efstu hæðina kom ég fyrir lítilli útskriftarköku. Þetta heppnaðist ótrúlega vel og ég verð að segja að þetta er með því sniðugra sem ég hef gert, hver og einn getur valið að smakka allt eða aðeins hluta,“ segir Berglind aðspurð um veitingarnar. 

Hér gefur að líta myndir af turninum góða en hann er mögulega það glæsilegasta sem við höfum séð í háa herrans tíð. 

Eftirréttaturninn góði. Efst var einföld naked kaka og síðan var …
Eftirréttaturninn góði. Efst var einföld naked kaka og síðan var úrvali annarra eftirrétta raðað á hæðirnar fyrir neðan. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Útskriftakakan var einföld en sérlega fallega skreytt.
Útskriftakakan var einföld en sérlega fallega skreytt. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Veisluborðið var gríðarlega glæsilegt eins og Berglindi einni er lagið.
Veisluborðið var gríðarlega glæsilegt eins og Berglindi einni er lagið. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Hver getur staðist svona freistingar?
Hver getur staðist svona freistingar? mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert