Þetta gómsæta spaghettí er fullkomið á fallegum degi. Hér eru tómatar í lykilhlutverki; bæði kirsuberjatómatar og sólþurrkaðir.
Það er Linda Ben sem á heiðurinn að þessari uppskrift og eins og allir vita þá klikkar hún seint.
Fljótlegt spaghettí með kjúklingi í bragðmikilli sósu úr sólþurrkuðum tómötum
- 250 g heilhveiti spaghettí
- 1 msk. ólífuolía
- ½ tsk. salt
- 2 kjúklingabringur
- 1 tsk. kjúklingakrydd
- 1 rauð paprika
- 10 kirsuberjatómatar
- 10 heilar grænar ólífur
- 1 flaska sósa úr sólþurrkuðum tómötum, basil og hvítlauk frá Felix
- Pipar
- Ferskt basil
- Parmesanostur
Aðferð:
- Setjið vatn í pott með ólífuolíu og salti, kveikið undir og hitið að suðu.
- Skerið kjúklingabringurnar niður í litla bita, kryddið með kjúklingakryddi og steikið á pönnu.
- Skerið paprikuna smátt niður.
- Þegar kjúklingurinn er tilbúinn, takið hann þá af pönnunni og setjið paprikuna á pönnuna ásamt tómötum og ólífum, steikið.
- Setjið spaghettíið í pottinn og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
- Setjið sósuna á pönnuna og bætið kjúklingnum aftur á pönnuna. Leyfið sósunni að malla rólega saman.
- Setjið 1-2 dl af pastasoðinu út í sósuna og piprið eftir smekk.
- Berið sósuna og spaghettíið fram saman.
Parmesan er rifinn yfir á lokametrunum.
mbl.is/Linda Ben