Nachos með kóresku nautakjöti

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Hér gefur að líta virkilega skemmtilegan rétt sem á eftir að slá í gegn. Hann er sérlega heppilegur sem snarl fyrir skemmtilegan fótboltaleik svo dæmi séu tekin.

Það er Berglind Guðmundsdóttir á Gulur, rauður, grænn og salt sem á heiðurinn að þessum rétti. Berglind klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Frábær réttur sem er fullkominn fyrir fótboltaleikinn. 

Nachos með kóresku nautakjöti

fyrir 4-6

  • 600 g nautakjöt, t.d. ribeye eða sirloin
  • 1 pera
  • 1 laukur, saxaður smátt
  • 4 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 msk. ferskt engifer, rifið
  • 120 ml soyasósa, t.d. frá Blue dragon
  • 2 msk. púðursykur
  • 1 msk. eplaedik
  • 2 tsk. sesamfræ
  • svartur pipar
  • nachos
  • ostasósa, keypt eða heimagerð
  • 50 g cheddar-ostur
  • 120 ml 18% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
  • 2 msk. safi úr lime
  • 30 g sesamfræ, ristuð
  • 1/2 búnt ferskt kóríander, saxað
  • 3 vorlaukar (hvíti og ljósgræni hlutinn), skorinn í sneiðar
  • 1 rautt chili, skorið í sneiðar

Aðferð:

  1. Skerið nautakjötið i bita.
  2. Blandið nautakjöti, peru, lauk, hvítlauk, engifer, soyasósu, púðursykri, ediki, sesamolíu og svörtum pipar saman í poka með rennilás. Setjið í kæli og geymið í að minnsta kosti 1 klukkustund eða yfir nótt.
  3. Hitið olíu á pönnu og takið marinerað nautakjötið úr pokanum og brúnið á pönnunni í um það bil 4 mínútur. Bætið olíu á pönnuna eftir þörfum. Takið af pönnunni og leyfið að kólna. Þerrið af aukaolíu.
  4. Raðið nachos í form og raðið nachos, nautakjöti, ostasósu og rifnum osti í nokkrum lögum eða þar til að hráefnið er búið. Setjið í 175°C heitan ofn í 5-10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert