Stórkostleg Nutella-pönnupítsa með ís

mbl.is/Linda Ben

Þessi pítsa er svo auðveld og snjöll að hún á pottþétt eftir að slá í gegn á heimilium landsmanna sem þurfa eitthvað bragðgott til að hugga sig við.

Hér þarf bara eitt stykki steypujárnspönnu en það er í sjálfu sér ekki nauðsynlegt enda er þetta bara ofnbökuð pítsa með Nutella og almennri hamingju. 

Það er Linda Ben sem á heiðurinn að uppskriftinni sem er ekki amaleg. 

Nutella-pönnupizza með ís

  • Tilbúið pizzadeig
  • 2-3 msk. Nutella
  • u.þ.b. 10 kirsuber (magn fer eftir smekk)
  • u.þ.b. 12-15 brómber (magn fer eftir smekk)
  • u.þ.b. 1 dl bláber (magn fer eftir smekk)
  • Nokkur lauf fersk mynta (magn fer eftir smekk)
  • Vanillurjómaís (magn fer eftir smekk)

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 220°C.
  2. Setjið um það bil 1 msk. af olíu í 30 cm steypujárnspönnu og smyrjið pönnuna vel að innan.
  3. Setjið pizzadeigið ofan í pönnuna og teygið pizzadeigið vel ofan í svo það þeki út í alla kanta pönnunnar. Setjið pönnuna inn í ofninn og bakið deigið í um það bil 15 mín. eða þar til botninn er orðinn fallega gullinbrúnn.
  4. Á meðan pizzan er í ofninum, skolið berin, skerið kirsuberin í tvennt og fjarlægjið steininn.
  5. Takið pizzuna út úr ofninum, leyfið henni að kólna í um það bil 3-5 mín., smyrjið hana með Nutella, skreytið með berjum, myntulaufum og ís.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert