Súkkulaðihjúpuð himnasæla

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

„Allt sem er súkkulaðihjúpað er gott,“ sagði einhver einu sinni og við erum ekki frá því að það sé hárrétt hjá viðkomandi. Hér gefur að líta súkkulaðihjúpaða banana og það er ekki annað að sjá en að útkoman sé hreint stórbrotin í allri sinni einfeldni. Svo getur maður hjúpað súkkulaðið með því sem hugurinn girnist og nú þykist ég vita að einhverjar skapandi heilastöðvar séu farnar í gang hjá sumum. 

Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari sniðugu uppskrift en hún segist elska allt sem sé einfalt, fallegt og gott – og þessi uppskrift falli einmitt í þann flokk. 

Súkkulaðihjúpaðir bananar

  • 3-4 bananar (skornir í 2-3 bita hver)
  • 150 gr. suðusúkkulaði
  • 150 gr. hjúpsúkkulaði
  • Til hamingju hakkaðar heslihnetur
  • Til hamingju gróft kókosmjöl
  • Íspinnaprik

Aðferð:

  1. Skerið hvern banana í 2-3 bita eftir því hversu stórir þeir eru og takið aðeins af endunum báðum megin.
  2. Stingið íspinnapriki í hvern bita.
  3. Bræðið saman suðusúkkulaði og hjúpsúkkulaði (betra að hafa smá blöndu því hjúpsúkkulaðið storknar fyrr og verður harðara).
  4. Setjið brætt súkkulaði í hátt plastglas/annað mjótt ílát og dýfið hverjum bita á kaf.
  5. Hallið bitanum þá upp á við og sláið eins miklu af súkkulaðinu af og þið getið og snúið bitanum reglulega.
  6. Þegar súkkulaðið er hætt að renna af má strá ríkulega af hnetum eða kókosmjöli  allan hringinn og leggja bitann síðan á bökunarpappír þar til súkkulaðið storknar.
  7. Bananabitarnir eru bestir samdægurs og gott er að geyma þá í kæli (þeir duga þó vel í 1-2 daga frá hjúpun).

Ég er klárlega hnetumegin í lífinu, elska allt með hnetum og vá hvað þessi blanda passaði hrikalega vel saman, bananar, súkkulaði og hnetur….mmmmm.

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka