Það er fátt sem toppar það að mæta með heimabakað í sumarbústaðinn eða útileguna. Eiginlega ætti að það að vera skylda! Fyrir þá sem vilja slá í gegn og uppskera ótakmarkaða aðdáun ferðafélaganna þá er þessi uppskrift algjörlega skotheld enda úr smiðju Berglindar Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt.
Kanilsnúðar
- 250 g hveiti
- 1/2 dl vatn, fingurvolgt
- 2 1/2 tsk. þurrger
- 50 g smjör
- 2 msk. sykur
- 1/2 tsk. salt
- 1 egg
- 1 dl mjólk
- 1/2 tsk. kardemommur
Kanilsmjör
- 100 g smjörlíki
- 1 dl sykur
- 2 tsk. kanill
Toppað t.d. með skrautsykri og möndluflögum
Aðferð:
- Hellið volga vatninu í skál og stráið þurrgerinu yfir. Látið bíða í 3 mínútur.
- Hrærið fingurvolgri mjólkinni saman við gerblönduna og bætið síðan egginu saman við.
- Blandið saman sykri, salti, kardemommum og hveiti.
- Myljið smjörið saman við hveitiblönduna og hrærið saman við gerblönduna. Hnoðið og fletjið út í ferhyrning.
- Gerið kanilsmjör og smyrjið jafnt yfir deigið, magn að eigin smekk. Rúllið því síðan upp. Látið hefast í 20 mínútur. Skerið í sneiðar (gott er að pensla með mjólk) og stráið t.d. skrautsykri og söxuðum möndlum yfir.
- Raðið snúðunum á bökunarplötu og bakið í 200°C heitum ofni í um 20 mínútur.