Þrusugóðir kanilsnúðar fyrir útileguna

Heimabakstur slær alltaf í gegn í útilegum.
Heimabakstur slær alltaf í gegn í útilegum. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Það er fátt sem topp­ar það að mæta með heima­bakað í sum­ar­bú­staðinn eða úti­leg­una. Eig­in­lega ætti að það að vera skylda! Fyr­ir þá sem vilja slá í gegn og upp­skera ótak­markaða aðdáun ferðafé­lag­anna þá er þessi upp­skrift al­gjör­lega skot­held enda úr smiðju Berg­lind­ar Guðmunds á Gul­ur, rauður, grænn og salt.  

Þrusugóðir kanilsnúðar fyrir útileguna

Vista Prenta

Kanil­snúðar

  • 250 g hveiti
  • 1/​2 dl vatn, fing­ur­volgt
  • 2 1/​2 tsk. þurr­ger
  • 50 g smjör
  • 2 msk. syk­ur
  • 1/​2 tsk. salt
  • 1 egg
  • 1 dl mjólk
  • 1/​2 tsk. kar­demomm­ur

Kanils­mjör

  • 100 g smjör­líki
  • 1 dl syk­ur
  • 2 tsk. kanill

Toppað t.d. með skrautsykri og möndlu­f­lög­um

Aðferð:

  1. Hellið volga vatn­inu í skál og stráið þurr­ger­inu yfir. Látið bíða í 3 mín­út­ur.
  2. Hrærið fing­ur­volgri mjólk­inni sam­an við ger­blönd­una og bætið síðan egg­inu sam­an við.
  3. Blandið sam­an sykri, salti, kar­demomm­um og hveiti.
  4. Myljið smjörið sam­an við hveiti­blönd­una og hrærið sam­an við ger­blönd­una. Hnoðið og fletjið út í fer­hyrn­ing.
  5. Gerið kanils­mjör og smyrjið jafnt yfir deigið, magn að eig­in smekk. Rúllið því síðan upp. Látið hef­ast í 20 mín­út­ur. Skerið í sneiðar (gott er að pensla með mjólk) og stráið t.d. skrautsykri og söxuðum möndl­um yfir.
  6. Raðið snúðunum á bök­un­ar­plötu og bakið í 200°C heit­um ofni í um 20 mín­út­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert