Konfektkaka af gamla skólanum

mbl.is/Albert Eiríksson

Hver man ekki eftir gömlu góðu konfekttertunum sem gerðu hvert boð að hátíðarveislu. Hér gefur að líta uppskrift að einni slíkri en það er Albert Eiríksson sem á heiðurinn að sköpuninni. 

Hann segir að í sumum uppskriftum séu botnarnir bakaðir á lágum hita í langan tíma, líkt og marengs en sjálfum þyki honum betra að baka þá á háum hita og hafa þá mjúka að innan þegar þeir koma úr ofninum. 

Matarblogg Alberts er hægt að nálgast HÉR.

Konfektterta – ein sú allra besta

  • 6 eggjahvítur
  • 200 g flórsykur (11/2 b)
  • 200 g kókosmjöl (2 2/3 b) 
  • 6 eggjarauður
  • 100 g flórsykur (tæplega bolli)
  • 130 g súkkulaði (ljóst og dökkt til helminga)
  • 130 g smjör
  • Konfektmolar

Botnar: Aðskiljið eggin og þeytið hvíturnar með flórsykrinum og þeytt þar til blandan er stífþeytt. Bætið kókosmjölinu saman við með sleif. Leggið kringlóttan disk á bökunarpappír og teiknið tvo hringi. Setjið deigið þar á og bakið við 180°C í um 25 mín. (fer eftir ofnum eins og alltaf).

Krem: Bræðið súkkulaðið og smjör í vatnsbaði og látið kólna aðeins. Þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman. Hellið varlega saman við eggjablönduna og hrærið vel saman. Setjið hluta af kreminu á milli botnanna og smyrjið afganginum ofan á tertuna. Skreytið með konfektmolum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka