Það skiptir öllu máli að byrja daginn rétt þegar á að taka vel á því – ekki síst þegar Reykjavíkurmaraþonið er rétt að byrja. Hér gefur að líta uppskrift úr smiðju meistara Önnu Eiríks og ef einhver kann að undirbúa sig fyrir átök þá er það hún.
Heimasíðu Önnu Eiríks er hægt að nálgast HÉR.
Hafgragrautur hlauparans
Hafragrautur hentar mjög vel fyrir hlaupara því hann gefur góða orku og endist manni vel en er einnig léttur í maga. Mér finnst gott að fá mér þennan graut morguninn fyrir hlaup, hvort sem það er æfing eða keppnishlaup. Það er hægt að leika sér mikið með það hvað maður setur út í hann en í þennan set ég hnetusmjör, banana, fræ og bláber. Hollur og góður og fullkominn fyrir hlaupa- og annað íþróttafólk.
Fyrir: 1
Undirbúningur: 5 mínútur
Innihald:
Aðferð:
Setjið haframjöl og möndlumjólk í skál og hitið í örbylgju í 2 1/2 mínútu. Hrærið í grautnum og látið standa smá stund, setjið svo hnetusmjör og fræ út í og hrærið saman, skerið bananann í sneiðar og setjið út á ásamt bláberjum og njótið vel.