Hinn fullkomni dekurmorgunverður

Hinn fullkomi helgarmorgunverður.
Hinn fullkomi helgarmorgunverður. mbl.is/Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Hvað er dásamlegra en nýlagað french toast á fögrum helgarmorgni? Nákvæmlega ekkert að mati Lilju Katrínar Gunnarsdóttur á Blaka.is sem bjó til þessar elskur um daginn og hélt vart vatni í kjölfarið yfir hversu vel heppnaður og dásamlegur þessi morgunverður var og er. 

French Toast – fullkomið í morgunmat

  • 9-11 sneiðar hvítt brauð (helst dagsgamalt)
  • 8 egg
  • 1/2 bolli rjómi
  • 1/4 bolli sykur
  • 1 bolli púðursykur
  • 1 msk. vanilludropar
  • 3 tsk. kanill
  • 1/4 tsk. múskat
  • 1/2 bolli Kornax-hveiti
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 115 g kalt smjör (skorið í teninga)

Aðferð:

  1. Smyrjið eldfast mót sem er sirka 30 sentimetra langt með smjöri eða olíu og hitið ofninn í 175°C.
  2. Blandið eggjum, rjóma, sykri, hálfum bolla af púðursykri, vanilludropum, 2 teskeiðum af kanil og múskati vel saman.
  3. Skerið skorpuna af brauðinu og leggið sneiðarnar í bleyti í eggjablöndunni þar til brauðið er búið að sjúga í sig nær allan vökvann.
  4. Blandið hveiti, restinni af púðursykrinum, restinni af kanilnum og saltinu vel saman í annarri skál og vinnið smjörið vel saman við blönduna.
  5. Raðið brauðsneiðunum í eldfasta mótið. Ef það er vökvi eftir í skálinni skulið þið leyfa brauðinu aðeins að hvíla og hella restinni af vökvanum reglulega ofan á það.
  6. Dreifið síðan hveitiblöndunni yfir brauðið og bakið í 45 til 50 mínútur, eða þar til topppurinn er stökkur og fallegur.
  7. Og ekki gleyma flórsykrinum áður en þið berið þessa dásemd fram!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert