Það getur verið erfitt að koma fiski ofan í börnin en kannski er það bara gömul mýta. Fiskur er nefnilega sælgæti og sé hann rétt matreiddur er hann alveg hreint stórkostlegur.
Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit er afskaplega hrifin af fiski og segir að krakkarnir hennar elski hann einnig. Þessi uppskrift hafi slegið í gegn og sagði dóttir hennar að þetta væri einn besti fiskréttur sem hún hefði smakkað.
Ef það er einhver uppskriftaflokkur hér á síðunni sem mig langar að stækka þá eru það fiskréttirnir. Krakkarnir mínir elska fisk og ég líka, samt er ég ódugleg við að prófa nýjar uppskriftir að fiskréttum.
Fiskur í karrý með tómötum og eggjum
Uppskrift fyrir 5-6
-
um 800 g þorskur
-
6-8 msk. smjör
-
um 1 msk. karrý
-
sítrónupipar
-
salt
-
4 egg
-
2 stórir tómatar
Skerið fiskinn í bita og steikið í smjöri. Kryddið með karrý, sítrónupipar og salti.
Harðsjóðið eggin. Hakkið eggin og tómata og setjið yfir fiskinn á pönnunni.
Með fiskinum bar ég fram nýjar soðnar kartöflur og Hvítlauks- og steinseljusósuna frá Fisherman.